23 September 2013

Valladolid





Elsku lesendur!

Loksins - loksins- loksins þá er biðinni lokið! Við hjónin erum flutt til spánar og erum bókstaflega í skýjunum. Þetta gerðist allt mjög hratt við vissum af liðinu á þriðjudegi, tilboðið kom á miðvikudegi, Hörður búin að skrifa undir á fimmtudegi, Hörður mættur til Valladolid á föstudegi og ég flutt á sunnudegi! Svo það er aldeilis búið að vera mikið að gera hjá okkur. Ég er búin að vera dansandi glöð frá því að fréttirnar komu og draumur okkar Harðar að verða að veruleika.

Borgin okkar heitir Valladolid og er á norður spáni. Við erum um tvo tíma að keyra til Madrid sem verður pottþétt gert í vetur sem og aðra fallega staði hérna á spáni. Hérna búa um 300.000 manns og því allt til alls. Ég er virkilega ánægð með það sem ég hef séð af borginni og ánægð með stærðina að hún sé ekki of stór.

Ég get ekki beðið eftir að sýna ykkur myndir af borginni minni og öllu því sem við erum að fara gera. Við erum eins og er á litlu hótel-herbergi í miðbænum og með engan bíl. Vonandi kemur þetta allt sem fyrst. Það eiga örugglega fáir eftir að trúa mér en ég get ekki beðið eftir að fá íbúðina okkar og byrja að elda!

Adios




2 comments:

  1. Margrét EðvaldsdóttirSeptember 23, 2013 at 2:31 PM

    Hamingjuóskir elsku Hafdís og Hörður það verður gaman að fylgjast með ykkur hjónum á Spáni. Þið eruð yndisleg kossar og knús frá okkur. :)

    ReplyDelete
  2. Takk fyrir elsku Magga ;) Verð dugleg í vetur að setja fréttir hérna inn. Kossar og knús til ykkar frá okkur ;*

    ReplyDelete