Til hamingju!
Þú ert númer 1982 til að skrá þig í Meistaramánuð 2013.
Þá er bara að setja sér markmið.
Gangi þér vel!
Gangi þér vel!
Þetta eru þau skilyrði fyrir að vera með: Meistaramánuður felst í því að þátttakendur vakni fyrr, neyti ekki
áfengis og hreyfi sig vel ásamt því að borða og njóta lífsins betur en aðra
daga. Meistaramánuðurinn er mánuður þar sem við setjum okkur markmið og búum
til góðar venjur fyrir alla hina mánuðina. Markmiðin geta verið stór sem smá
og geta verið allt frá því að taka sér tak í ræktinni eða bara að kíkja
oftar í heimsókn á ömmu og afa.
Ég er búin að setja mér nokkur markmið og ætla að deila þeim með ykkur því þá hef ég enga afsökun fyrir að reyna að sleppa vel.
Hreyfing: Ég er búin að vera nokkuð dugleg í ræktinni í sumar þökk sé henni Freyju Sig. Ég ætla að halda áfram hérna úti að mæta að minnsta kosti 3x í viku í ræktina.
(Ef ég finn ekki góða rækt fyrir 1. okt þá taka æfingu heima eða úti)
Taka stigann frekar ef það er lyfta.
Skilja bílinn eftir eins oft og ég get.
Fara út að skokka 2x í viku. (Ég hata að hlaupa en ég ætla gefa þessu séns)
Fara að sofa fyrir miðnætti.
Næring: Meistaramánuðurinn mælir með Paleo mataræði. Það er að taka út allt hveiti, sykur og mjólkurvörur. Ég ætla að borða eins hreint og ég get. Ég hef alltaf borðað frekar óhollt þangað til í vetur. Finnst samt ennþá virkilega gott að fá mér pizzu eða Kfc.
Þegar við fáum íbúðina okkar að elda allt frá grunni. Hollt og gott.
Það verður auðvelt fyrir mig að taka út allt áfengi þar sem mé finnst það nú frekar vont.
Annað: Ætla að standa mig extra vel í skólanum. Læra betur yfir daginn ekki bara rétt fyrir skilafrest.
Vera duglegri að hringja í vini og ættingja á skype bara til að segja "Hæ."
Æfa spænskuna vel og svara alltaf á spænsku þegar ég get. Vera dugleg að spurja til að læra meiri spænsku.
Vera alltaf jákvæð þó svo að það sé ekki allt eins og ég vil hafa það.
Brosa.
Þá eru komin nokkur góð markmið niður á blað. 1.okt er akkurat eftir eina viku svo ég hef smá tíma til að undirbúa mig. Ætla að koma með vikulegt blogg um það hvernig gengur!
Mæli með að þið skráið ykkur hérna.
Verð líka á instagram - hafdish
Endilega setjið komment ef ykkur finnst ég eigi að gera eitthvað meira!
No comments:
Post a Comment