Það getur verið smá vesen stundum að búa nánast í tveimur löndum yfir árið og flakka mikið á milli. Það er þá helst fötin og dótið okkar sem er að gleymast hér og þar. Geri mér grein fyrir að þetta er algjört lúxusvandamál! Þegar ég fór svo heim um jólin gleymdi ég til dæmis íþróttaskónum mínum á íslandi. Þar sem það er frekar dýrt að senda til okkar pakka, þá "græddi" ég nýja skó!
Þessir hérna ætla að hjálpa mér í ræktinni þar sem converse er ekki alveg málið þar. Ég var líka að byrja í fjarþjálfun hjá Loga Geirs, svo ekki veitir af að vera í góðum skóm!
No comments:
Post a Comment