21 December 2013

Hugurinn Fer Hærra





Ég er ein heima alla helgina. Þegar ég segi ein heima þá er ég bókstaflega ein heima! Það er ekkert hægt að hoppa til mömmu í mat eða kíkja með stelpunum niðrí bæ að skoða jólaljósin. Ég hef samt verið virkilega heppin hérna úti með vini og vinkonur. Svo við hittumst mjög oft þegar strákarnir fara í ferðalag en ég er samt rosalega mikið ein hérna. 

Ég sit að hlusta á jólalög með Frostrósum með gæsahúð og sakna Íslands. Í kvöld er útskriftaveisla hjá mági mínum og mig langar ekkert smá að vera heima og fagna með fjölskyldunni. Jólaljósin, snjórinn, kökurnar og maturinn! Það toppar ekkert Ísland og Spánn er líklegast á lista yfir minnst spennandi land yfir hátíðina! 

Ég er reglulega minnt á það hvað ég er þakklát að vera frá Íslandi og allt þetta frábæra sem við höfum þar. Ég er samt gríðarlega þakklát fyrir að fá að upplifa jólin hérna á Spáni og ég held að þegar ég fæ loksins að njóta Íslenskra jóla þá á ég eftir að meta þau mun betur.

Njótið þess að vera saman yfir hátíðina, ég ætla njóta þess með mínum manni.

No comments:

Post a Comment