14 September 2013

Á allra vörum - Þerrum tárin








Átakið á allra vörum er hafið. Þær sem standa á bak við þetta flotta verkefni hafa ákveðið að safna fyrir og opna umræðuna um geðræn vandamál. Peningana á að nota í að bæta aðstöðu bráðageðdeildar hér á landi. Það vantar svo sannarlega peninga og annað til að sjúklingar fá þá aðstöðu sem þeir eiga skilið. Auglýsingin sem er verið að kynna verkefnið var frumsýnd núna í vikunni. Það tók svo sannarlega á að horfa á auglýsinguna.

Það er ekkert grín að veikjast með geðsjúkdóm og vil ég því biðja ykkur kæru vinir að ef þið hafið möguleika á að styrkja þetta flotta verkefni að gera það. Það er bæði hægt að kaupa gloss frá Dior eða hringja inn í númer og styrkja.

Ég vil líka koma því á framfæri að það að vera þunglyndur er ekki val heldur sjúkdómur. Þetta orð hefur samt verið ofnotað að mér finnst og vil ég biðja ykkur að ekki nota það nema það eigi við. Það fer mikið í taugarnar á mér þegar fólk sem er heilbrigt segist vera að verða þunglynt yfir smá vandamálum.

Tökum höndum saman, styrkjum þetta málefni og opnum umræðuna um þessi mál. Það á ekki að vera neitt tabú að vera með geðsjúkdóm. Það er eins og hver annar sjúkdómur sem þarf að meðhöndla af virðingu.

No comments:

Post a Comment