10 January 2014

Bloggið er flutt hingað! Verið velkomin í heimsókn.

21 December 2013

Hugurinn Fer Hærra

Ég er ein heima alla helgina. Þegar ég segi ein heima þá er ég bókstaflega ein heima! Það er ekkert hægt að hoppa til mömmu í mat eða kíkja með stelpunum niðrí bæ að skoða jólaljósin. Ég hef samt verið virkilega heppin hérna úti með vini og vinkonur. Svo við hittumst mjög oft þegar strákarnir fara í ferðalag en ég er samt rosalega mikið ein hérna. 

Ég sit að hlusta á jólalög með Frostrósum með gæsahúð og sakna Íslands. Í kvöld er útskriftaveisla hjá mági mínum og mig langar ekkert smá að vera heima og fagna með fjölskyldunni. Jólaljósin, snjórinn, kökurnar og maturinn! Það toppar ekkert Ísland og Spánn er líklegast á lista yfir minnst spennandi land yfir hátíðina! 

Ég er reglulega minnt á það hvað ég er þakklát að vera frá Íslandi og allt þetta frábæra sem við höfum þar. Ég er samt gríðarlega þakklát fyrir að fá að upplifa jólin hérna á Spáni og ég held að þegar ég fæ loksins að njóta Íslenskra jóla þá á ég eftir að meta þau mun betur.

Njótið þess að vera saman yfir hátíðina, ég ætla njóta þess með mínum manni.

19 December 2013

Afmæli


Fallegi eiginmaðurinn minn átti afmæli í gær. Hann fór út að borða með liðinu í fyrrakvöld og ég hafði því nægan tíma til að undirbúa smá afmæli. Ég ætlaði alltaf að vekja hann með pökkum, köku og söng en þar sem spánverjar borða svo seint og lengi að þá ákvað ég að gera þetta bara um kvöldið.

Ég blés í 40 blöðrur, bakaði köku og var með afmælishatta. Þegar Hörður kom svo heim var Hjalti bróðir hans, Thelma og Mikael á skype og við sungum fyrir hann afmælis sönginn. Það var frekar skrítið að sitja svo tvö að borða köku með þau á skype og opna gjafirnar. Held að þessi jól verði líka með þeim skrítnari sem við eigum eftir að upplifa.

Daginn efir fórum við út að borða í hádeginu á uppáhaldsstaðinn hans Harðar sem er ofar í götunni okkar, horfðum á nokkra þætti saman og fórum svo aftur aðeins fínna út að borða um kvöldið þar sem Hörður fékk uppáhalds matinn sinn eða spagetti carbonara.

Ótrúlega huggulegur afmælis-sólarhringur og ég held að Hörður hafi bara verið nokkuð sáttur. Ég gaf Herði málverk eftir Ástu Dagmar í gjöf. Hann er búin að tala um verkin hennar ótrúlega lengi og hvað honum langi í eitt. Ég fékk því Ástu til að mála þessa mynd af Herði. Hún Ásta er ekkert nema snillingur og er ég ekkert smá sátt með málverkið og hlakka til að hengja það upp í framtíðarheimilinu okkar.
Ég á aldrei eftir að geta lýst því hvað mér finnst ég vera heppin. Hann Hörður er svo sannarlega minn Rómeo!

15 December 2013

Be careful what you wish for....
Efsta myndin er tekin útum gluggan heima hjá okkur á föstudaginn! Það er ekki beint jólalegt hérna nema þó aðeins nokkrar götur í miðborg Valladolid. Þetta eru önnur jólin sem við Hörður verðum erlendis. Í fyrra vorum við í Þýskalandi og þar var sko heldur betur jólalegt! Jóla-markaðir, jóla-vín, jóla-skreytingar og snjór! Hérna minnir þetta mig meira á carnival frekar en jólin. Ég fór smá rölt um daginn um borgina og þá voru básar að selja grímur fyrir börnin og ég sá ekki eina einustu jólasveina grímu! Ég er ekki frá því að ég sakni Þýskalands ansi mikið. Væri til í að klæða mig vel, skoða fallega handgerða jólaskrautið, fá mér heitt kakó og hlusta á götulistamenn spila skemmtilega jólatónlist.

Það eru nefnilega kostir og gallar við þetta allt saman. Það er ekki hægt að fá allt sem maður vill og stundum á setningin vel við "Be careful what you wish for" ansi vel við! Ég hélt að ég myndi aldrei sakna Þýskalands og sá Spán í hyllingum þegar við bjuggum ekki hérna. Svo þegar við erum loksins flutt hingað þá eru ótal hlutir sem ég átti að meta miklu betur í Þýskalandi. Þeir eru bara stundum alveg með þetta Þjóðverjarnir!!

Stundum þarf ég að passa mig að horfa ekki á eitthvað sem er betra en ég hef. Ég held alltaf að grasið sé grænna hinum megin! Ég horfði á myndina The Secret um daginn og er farin að tileinka mér meira það sem hún er að tala um. Vera þakklátari fyrir það sem ég hef og þakka fyrir það. Hætta að spá í hvað ég hef ekki og einblína á það sem ég hef.11 December 2013

Körfuboltamaður ársins!!
Körfuknattleiks samband Íslands valdi núna rétt í þessu körfuknattleiksfólk ársins. Hörður var þetta árið í 3. sæti og er ég óendanlega stolt af honum! 

Ég á eftir að skrifa gott blogg þar sem ég fer yfir árið okkar í orðum og myndum þar sem ég er komin í JÓLAFRÍ!! Vúhú

Ætla hinsvegar að fara núna niðí bæ og skála með eiginmanninum mínum!

Innilega til hamingju körfuboltafólk, verður gaman að sjá svo Íþróttamann - ársins þar sem ég tel að Jón Arnór eigi það fyllilega skilið eftir einstaklega gott ár.

Hérna er frétt KKÍ.

10 December 2013

MYNDIRFann þessar myndir frá því að ég var í viðtali hjá Vikunni. Það er að verða komin þrjú ár bráðum síðan! Ég hugsaði lítið útí þetta á þessum tíma. Eina sem ég vissi var að þetta viðtal ætti eftir að hjálpa. Ekki bara öðrum til þess að segja frá heldur einni foreldrum, kennurum og öðrum til þess að opna þessi mál og ræða þau. Hef akkurat fengið til mín foreldra sem gátu útfrá viðtalinu byrjað að ræða þessi mál við börnin sín. Við þurfum öll að gera það á eitthverjum tímapunkti og er þá ekki gott að byrja fyrr en seinna?

09 December 2013

Facebook

Bjó til síðu á facebook með blogginu. Mun setja inn linka á póstana þangað inn. Endilega smellið einu like á síðuna! 
Takk