Er búin að vera í yndislegu fríi heima á íslandi. Nú er komið nýtt ár, ný markmið og nýjir hlutir að gerast. 2011 var án efa ótrúlega gott og eitt það besta og sýnist mér að 2012 eigi eftir að vera yndislegt.
Við Hörður byrjuðum 2011 á að skella okkur á NBA leik í NY í byrjun Janúar, ákveðið á þriðjudegi og komin til NY á föstudegi. Góð byrjun með Hjördísi og Gauta.
Eftir körfuboltatímabilið skelltum við okkur til Benidorm sem var líka skyndiákvörðun enn og aftur pantað með 3 daga fyrirvara en ótrúlega góð afslöppun þar sem minn maður slakar ekki mikið á!!
Hörður tók sér ekki mikið lengra frí og var hann strax byrjaður á einstaklingsæfingum og var út sumarið ásamt landsliðinu.
Ég vann mikið með Blátt áftam og tók eitthverja mikilvægustu ákvörðun sem ég hef tekið og opinberaði mín mál. Var framan á vikunni sem og Víkurfréttum og sagði frá öllu. Fékk ótrúlega jákvæð viðbrögð og hef heyrt að greinarnar hjálpuðu sem var allt sem ég vildi. Þessi tilfinning er ótrúlega góð.
Sumarið leið ótrúlega fljótt þar sem við fluttum til þýskalands í byrjun ágúst fór júní og júlí íað vinna, skipuleggja og pakka!!
Hérna í þýskalandi hefur okku liðið ótrúlega vel og erum við meira en ánægð með þetta tækifæri þar sem við vitum að það er alls ekki gefið að fá að upplifa svona ævintýri!
Við erum að komast inn í tungumálið, nýja menningu og hefur gengið mjög vel. Álit mitt á þjóðverjum hefur breyst til betra :)
Við Hördur trúlofuðum okkur í byrjun nóvember og er brúðkaupið í júlí núna í sumar!! Mjög spennandi tímar framundan.
Í hverjum mámuði hérna úti höfum við fengið gesti og eru fleirri heimsóknir planaðar á þessu ári!! Endalaus heppin með vini og fjölskyldu.
Um jólin fékk Hörður vikufrí heima en mitt var aðeins lengra en vikan var vel skipulögð svo það var ekki mikið frí hjá honum.
Nýja árið byrjar vel er komin inn í þýskuskóla og komin með vinnu :)
Ég var einmitt um daginn að tala við konu sem vinnur fyrir liðið hans Harðar um vinnuna mína og skólann og hún gat ekki svarað mér nokkrum spurningum og sagði mér að ég væri fyrsta kærasta/ eiginkona sem vildi vinna eða vera í skóla!!
Annars þakka ég fyrir ótrúlega gott ár með góða fjölskyldu, unnusta og vini.
Hafdís
No comments:
Post a Comment