Horfði á þætti kastljóss í dag og í gær. Fólkið sem steig þar fram eru sannkallaðar hetjur. Það sem þjóðin þarf að átta sig á, er að þetta er vandamál allra þegna í landinu okkar. Hvort sem við eigum börn eða ekki þá ber okkur skylda að standa vörð um börnin í landinu. Það er einnig tilkynningarskylda í íslenskum lögum sem greinilega hefur verið brotin margoft. Okkur ber skylda að tilkynna ef minnsti grunur leikur um að brot hafi verið framin gegn barni. Hvað ef brotin hefðu verið tilkynnt strax um þennan mann til lögreglu og hann tekin strax úr umferð? Ég vil líka minna á það, að þó svo að brot fara ekki alla leið í kerfinu eða eru felld niður er alls EKKI samasem merki þar á milli að brotin hafi ekki átt sér stað.
Þar sem tæknin er orðin svo ótrúlega góð í dag skil ég ekki afhverju það er ekki komið kerfi sem stoppi þessa menn. Það væri auðvelt að setja upp kerfi sem hægt væri t.d fyrir foreldra, atvinnuleitendur og fleiri að fletta uppí og sjá hvort að sá sem sækir um vinnu hjá þeim sé á skrá yfir kynferðisafbrot. Persónuvernd á ekki að gilda yfir svona brotamenn. Ég veit til þess að í mínu tilfelli þá kærðu foreldrar mínir mitt mál. Gerandinn játar brot sitt og fær skilorðisbundinn dóm. Eftir að hann fær þennan dóm skiptir hann um vinnu. Hann vinnur núna sem sjúkraflutningamaður í Reykjavík en vann áður í slökkviliðinu á keflavíkurflugvelli. Þarna er hann að vinna með börnum. Þegar ég var yngri og var í sálfræðimeðferð fékk ég litabók. Í bókinni var blaðsíða þar sem sagt var að ég ætti að segja frá þeim sem ég gæti treyst t.d lögreglu, kennara eða læknum. Hvað ef annað barn leitar til þessa manns sem framdi brotin á mér þar sem hann er að hjúkra? Ef að barn á að geta treyst þeim sem vinna í hjúkrunarstörfum þurfum við að vera viss um að þarna eru ekki eitruð epli að störfum.
Tölfræðin segir okkur að 1/5 stelpum og 1/10 strákum verða fyrir kynferðislegu ofbeldi fyrir 18 ára aldur. Þetta eru tölur um þau brot sem kærð hafa verið til lögreglu. Við getum rétt ímyndað okkur tölfræðina ef allir myndu kæra broti sín. Því miður er réttarkerfið og þjóðfélagið ekki komið það langt að allir geti eða treysti sér til þess að stíga fram og segja sína sögu. Samt sem áður höfum við farið ótrúlega fram síðastliðin ár og vonandi erum við á réttri leið og þessi mál séu að opnast í þjóðfélaginu okkar. Við þurfum að opna augun og horfast í augu við þessi mál. Stöndum saman og verndum fólkið í landinu. Vil minna aftur á það að ég er alltaf til staðar ef fólk þarf að spjalla. Hef verið að fá pósta frá fólki sem þarf á aðstoð að halda og ég er alltaf jafn ánægð að geta aðstoðað og hjálpað. Ég er að reyna stofna formspring og setja hingað á síðuna þar sem hægt er að koma með spurningar nafnlaust.
Hlakka til að halda áfram að hjálpa til svo ekki vera feimin við að senda mér línu ef ég get aðstoðað ykkur.
Við erum sterkari saman.
Sammála hverju orði! Flott hjá þér elsku vinkona :)
ReplyDeleteVel skrifað hjá þér! Flott ertu :)
ReplyDelete-Helga
Ég er svo ótrúlega, ótrúlega ánægð með þig og þitt blogg. Ég sá í fréttum í gær að það er búið að taka sjúkraflutningamanninn sem misnotaði þig úr starfi ! Ég held að opin umræða verði að vera um kynferðislega misnotkun til þess að koma í veg fyrir hana. 10 rokk stig fyrir þig flotta kona !
ReplyDeleteK.kv Ókunnug kona úr Garðabæ
Þú ert svo ótrúlega hugrökk og flott!
ReplyDelete