25 February 2013

Hugrekki


Núna í febrúar eru komin 10 ár síðan gerandinn í mínu máli fékk dóm. Ég get ekki lýst því hversu stolt ég er af litlu 12 ára stelpunni, sem stóð upp og sá að mörkin voru brotin. Það var eitthver sem þessi litla stelpa átti að treysta búin að brjóta á. Ég á oft erfitt með að trúa því að þessi litla stelpa er ég. Það að ég hafi svona ung geta sagt frá og þorað því er ég ótrúlega ánægð með að orð fá því stundum ekki lýst.
Ég hefði aldrei getað gert það og haft svona mikið hugrekki ef ég ætti ekki bestu fjölskyldu sem hægt er að eiga. Þau standa eins og klettar við bakið á mér í öllu sem við höfum þurft að ganga í gegnum. Það er eitt sem er á hreinu að það er ótrúlega erfitt að vera fórnarlamb kynferðisofbeldis, en það sem við megum ekki gleyma er að það er oft jafn erfitt að vera aðstandandi fórnarlambsins.

Stöndum saman um rétt barnanna okkar og veitum þeim öruggt umhverfi til að segja frá.
Við erum sterkari saman.

6 comments:

  1. Sæl, rakst á bloggið þitt fyrir tilviljun. Vildi bara taka undir með þér og hrósa þér fyrir dugnaðinn :)

    ReplyDelete
    Replies
    1. Takk kærlega fyrir hrósið og kommentið :)

      Delete
  2. Þú mátt líka alveg vera stolt af sjálfri þér!! Algjör hetja þessi litla stelpa & þú ert það líka!:-)

    - Helga Maren

    ReplyDelete
  3. Þú ert svo flott fyrirmynd elsku Hafdís!
    Ekki annað hægt en að vera stolt af litlu hugrökku stelpunni og flottu konunni sem hún er orðin! :)

    ReplyDelete
  4. Takk stelpur! Ég er svo sannarlega stolt af litlu stelpunni og konunni sem hún er orðin í dag! :)

    Takk fyrir að kommenta, finnst svo gaman að fá smá tilbaka ;)

    ReplyDelete