23 February 2013

Sjúklingurinn

 Það gleður mig ekkert meira en að fá þessa slöngu í æð þegar verkirnir eru hvað verstir!

Í gær byrjaði þessi skemmtilegi tími mánaðarins sem flestar stelpur fara á einu sinni í mánuði. Ég hef lýst því áður hérna á blogginu hvernig verkirnir geta orðið. Stundum er ég semsagt góð í marga mánuði en svo koma verkir inná milli þar sem ég næ ekki að nota nein verkjalyf við og líð útaf af verkjum. Ég finn það oftast á mér þegar lyfin eru ekki að virka, og er oft treg að fara uppá spítala þó ég viti innst inni að ég þurfi þess á endanum.

Í gærkvöldi er ég ein heima þar sem Hörður fór í hádeginu að keppa og var 5 klst í burtu. Verkirnir voru að byrja og ég tek verkjalyf, ég vona svo innilega að þau virki þar sem ég er alein heima ef eitthvað kemur uppá. Þegar verkirnir lagast ekkert leggst ég uppí rúm og reyni að anda inn og út, horfa á þátt, en ekkert virkar. Ég finn að verkirnir eru ekki að fara. Ég hringi í Hörð til að hafa hann á línunni ef eitthvað kæmi uppá. Eftir smá stund segir Hörður að ég þurfi að drífa mig uppá spítala og er búin að biðja konu liðsfélaga síns um að koma og fara með mig uppá spítala.  Það mátti ekki vera tæpara, þegar ég kem á spítalann er ég farin að anda frekar ört, svitna og veit að það er ekki langt í að ég detti út. Ég sit á bekk þegar vinkona mín og hjúkkan grípa mig þar sem allur kraftur er farin úr líkamanum. Þegar þetta gerist er eins og ég fari í annan heim. Þetta er ótrúlega skrítið, ég heyri  allt í kringum mig en hef ekki mátt í líkamanum til þess að hafa augun opin. Líkaminn minn er svo kaldur að þær ná ekki að taka blóð þar sem ég skelf öll. Þegar það er loksins farið með mig upp og mér gefið verkjalyf í æð, byrja verkirnir að minnka. Þá er eins og stormurinn lagist. Í gær fékk ég hins vegar ekki nægilega mikil verkjalyf í æð þar sem þau þurftu eitthvað að skoða mig og þá fann ég að sjónin var ekki alveg komin tilbaka og jafnvægið. Loksins fékk ég svo meiri verkjalyf og verkirnir fóru. Þar sem þetta er í annað sinn sem ég fer á spítalan með þessa verki og Hörður ekki heima, tók læknirinn það ekki í mál að ég færi heim. Ég náði að tala hana til seinast og fékk að fara þar sem Hörður var að spila úrslita leik en núna var það ekki séns að fara heim.

Ég var sett í herbergi með tveimur gömlum konum, þær voru vaknandi alla nóttina á milli þess sem skemmilegar hrotur kom frá þeim. Um 6:30 voru þær svo glaðvaknaðar, byrjaðar að spjalla, kveiktu öll ljós í stofunni og drógu gluggatjöldin frá.

Það sem er hvað erfiðast að vera inná spítala aleinn í öðru landi er að flestar hjúkkurnar skyldu mig ekkert. Ég bað um verkjalyf og þurfti að leika verki og allt til að fá verkajlyf. Enskan hérna er bara ekki það góð og mín þýska ekki nægilega góð! Annað er að búa svona tvö er að Hörður er sá eini hérna úti sem veit hvernig er að höndla mig með þessa verki og hvernig á að bregðst við. Það verða oft margir hræddir þegar ég líð útaf og vita ekki hvað á að gera. Svo það var ágætt að ég var komin á spítalan áður en ég datt út.

Líkami minn er stór furðulegur og hef ég lengi reynt að finna út afhverju þetta kemur. Þetta gerist alls ekki alltaf þegar ég fer á bæðingar en þetta gerist samt of oft. Undafarið hef ég verið að fara 3-4 sinnum í viku í ræktina, er farin að borða mjög hollt, graut á morganna og mikið lífrænt. Ég hef einnig farið til örugglega 10 mismunandi lækna og enginn sér neitt að og alltaf er allt blóð og næringarefni í lagi. Ég hef einnig verið að fá fyrirspurnir hvort þetta gæti verið legslímuflakk eða endometrosis en það vill læknirinn hérna úti ekki meina.

Ef þið eruð með svipaðar sögur eða með góð ráð við svona verkjum, endilega deilið því með mér :)

Hafdís


4 comments:

  1. Sæl.

    Ég er með legslímuflakk og hef fengið svona krampa og verki og farið í aðgerð vegna þessa. Ég er samt sem áður ekki með nein sérstök ráð þar sem verkjatöflur virka á mig þegar ég finn að þetta er að koma. En ég er samt alltaf á pillunni og tek ekki hlé til að fara á blæðingar sem á að hjálpa til. Þú hefur líka eflaust lesið þér til um þetta allt eins og t.d. á endo.is....

    svo er líka ráð að verða ólétt, en það er kannski bara tímabundið frí frá verkjum og ekki er sjálfgefið að verða ólétt með þennan sjúkdóm.

    Gangi þér vel og vonandi færðu að fara að fá almennileg svör frá læknum

    ReplyDelete
    Replies
    1. Takk fyrir að kommenta :)

      Já ég þarf að fara að láta athuga þetta hjá fleiri læknum. Þeir á íslandi sögðu að ég væri of ung að fara í aðgerð, hinsvegar þegar ég nefndi þetta við læknana hérna úti vildi þeir ekki meina að ég væri með það.. Svo ég þarf að kanna þetta betur.

      Takk
      Hafdís

      Delete
  2. Var ekki svo slæm að það liði yfir mig, en var alltaf sárkvalin vægast sagt gat ekki hreyft mig né varla andað og var alltaf óstarfhæf, lá bara fyrir og var varla í þessum heimi. En tók inn CC flax (þrátt fyrir að hafa enga trú á því) á hverjum einasta degi í nokkra mánuði og verkirnir hurfu svona 80 prósent, er ekki að grínast. Tek þetta bara inn af og til núna til að halda þessu við, ef líður of langur tími á milli þess sem ég tek þetta inn þá byrja verkirnir aftur. Hef heyrt margar eins sögur, sakar kannski ekki að prófa.

    ReplyDelete
    Replies
    1. Váa Takk fyrir ábendinguna! Ég ætla prófa þetta :)

      Delete