Ef eitthver var að velta því fyrir sér hvernig mér gengur í meistaramánuðinum þar sem ég ætlaði að vera svo svakalega duglega!! Þá var honum canselað!! Það er bara ekki fyrir mig að vera með svona boð og bönn og verða að gera hitt og þetta. Við vorum líka að flytja og erum enn að koma okkur fyrir! Ég er hins vegar búin að kaupa kort í ræktina og mæta einu sinni! Áfram Hafdís!
Ég er farin að elda meira og hollar. Ég er búin að gera nokkrar heiðarlegar tilraunir í að útbúa Chia-graut en hann hefur ekki alveg heppnast hjá mér. Það var keyptur blandari á þetta heimili núna í vikunni svo nú verður aldeilis shake-að! Ég ætla semsagt að taka þennan mánuð minn meistaralega á seinna. Október hefur verið frestað hjá mér! Ég er samt með nokkur markmið þetta tímabilið og ætla vinna í að ná þeim.
Er það bara ég eða ætluðu allir að massa þennan mánuð svona svakalega og svo gerðist lítið nema fyrstu vikuna? Það er ekki mikið um að vera núna á facebook varðandi þennan meistarmánuð!
Góða meistar-helgi elsku lesendur.
No comments:
Post a Comment