05 January 2013

Það var frekar skrítið að hringja heim þegar það var komið nýtt ár hérna hjá okkur og heyra í fólkinu okkar. Á gamlárskvöld fórum við Hörður út að borða á ítalskan stað í litla bænum okkar. Það var aðeins hægt að panta þrjá tilbúna rétti. Annað hvort risa rækjur eða nautakjöt. Þar sem ég er ekki mikið fyrir rautt kjöt prófaði ég rækjurnar. Betri mat hef ég varla fengið! Umm þetta var einum of gott! Við fögnuðum svo með nokkrum liðsfélugum og fjölskyldum þeirra. Einn úr liðinu átti svo afmæli þann 1 jan svo það var nóg að fagna þegar klukkan sló 12!
Hérna eru nokkrar myndir frá kvöldinu okkar.


 Kokkurinn er stuðningsmaður MBC og sendi okkur þennan forrétt. Þetta mun ég sko fá mér aftur! Nammi.








No comments:

Post a Comment