Ferðalagið heldur áfram. Er að fara á morgun til Bayreuth á útileik hjá Herði. Markmiðið var að ferðast meira þetta season og það byrjar vel! Ég fór til Bamberg um daginn og þetta eru tveir litlir bæjir um 2 tíma frá okkur. Ef ég byggi ekki hérna eru þetta staðir sem mér myndi aldrei detta í hug að fara að skoða. Það gerir það ennþá skemmtilegra að fara fyrir mér! Körfuboltinn er alltaf að gefa tilbaka!
Í þetta sinn erum við að fara fjórar saman, svo ég skelli inn á morgun hvernig ferðalagið gekk.
Neðsta myndin er þó í miklu uppáhaldi hjá mér. Að ferðast er svo ótrúlega spennandi! Eftir að ég flutti út hef ég eignast vini frá fimm mismunandi löndum, kynnst menningu þeirra og tungumáli. Draumurinn er að halda áfram að ferðast næstu árin kynnast nýju fólki, menningu og tungumálum. Ég keypti mér plagat/veggspjald um daginn af heiminum. Það eru fiðrildi sem mynda heiminn í mismunandi litum. Mér fannst þetta vera svo táknrænt um okkur, tvö lítil fiðrildi útí heimi.
Meira hér.
Very.
ReplyDeleteDúllurnar ykkar, tvö lítil fiðrildi :)
ReplyDeleteJæja, hvar er ferðabloggið?? haha Ég heyri þetta bara á skype <3
Smá ferðasaga komin ;) Hlakka til að heyra í þér á skype elsku vinkona <3
ReplyDelete