Ég á að vera að læra undir próf núna!
Blogga, hlusta á fyrstu jólalögin, finna fullkomnu svörtu öklastígvélin eða vafra um netið virkar einfaldlega mun áhugaverðara en blessuð tölfræðin!
Ef það er hins vegar einhver að lesa sem er að velta fyrir sér háskólanámi þá mæli ég hiklaust með Bifröst. Þar er fjarnámið kennt í lotum og eru 2 fög tekin á 6 vikum. Með þessum hætti næ ég að vera hérna úti í 100% námi. Það er líka öll þjónusta hingað til, til fyrirmyndar og allt gert til að aðstoða mann. Ég byrjaði í fyrra í Háskólanum á Akureyri. Þar þurfti ég helst að mæta 1-2 á önn í lotu og fékk ekki leyfi til þess að taka lokaprófin hérna úti. Ég náði heldur ekki að taka nema 3 áfanga þar á önn sem myndi þá lengja námið nánast um helming. Þannig Bifröst fær mitt atkvæði þó svo að það þurfi að borga aðeins meira.
No comments:
Post a Comment