Tattoo eða húðflúr er eitthvað sem ég er búin að vera velta fyrir mér lengi. Ég er búin að vera með tvær ákveðnar hugmyndir núna í kollinum í um 2-3 ár. Ég fór í smá leit á félaga mínum google. Mig hefur alltaf langað í lítið tattoo þar sem upphafsstafirnir mínir eru í. Ég á nefnilega þrjú mjög svo frábær systkini og við erum öll með sömu upphafsstafina HH. Þegar ég fór að leita þá rakst ég á hönnuðinn Hildi Hafstein sem er að gera virkilega fallega skartgripi. Það var hins vegar logoið hennar sem mig langaði mest í! Það er HH sett ofaní hvort annað og má segja að það sé HH frá öllum hliðum. Nokkuð skemmtilegt. Hvernig virkar það annars, má ég taka það af síðunni hennar og skella því á mig?
Hérna eru nokkur armbönd eftir Hildi Hafstein.
Á neðstu myndinni er svo logoið hennar Hildar.
Kanski ég geti samið við hana Hildi, þar sem þetta er ágæt auglýsing fyrir merkið hennar!
No comments:
Post a Comment