Hörður er byrjaður að blogga aftur. www.horduraxel.blogspot.com.
Hann setti inn í dag þetta video. Við horfðum á það saman í gær. Við vorum bæði orðlaus eftir það!
Þetta sýnir okkur að gefast aldrei upp. Ég hef fengið að kynnast því í lífinu að það koma tímabil sem allt sýnist ómögulegt. Ég veit hvernig honum líður með að vilja gefast upp, en það er aldrei lausnin. Það er hvernig þú stendur upp og hvernig þú vinnur þig útúr vandamálunum. Ég þarf oft að minna mig á hvert ég er komin í lífinu. Það er svo oft sem maður gleymir að fagna þegar draumarnir verða að veruleika og finnur sér í staðinn nýja drauma. Þegar ég var yngri var minn helsti draumur að eignast vinkonur. Stelpur á mínum aldri sem ég gat kallað mínar vinkonur. Helga systir tók mig alltaf með og hjálpað mér í gegnum ótrúlega erfiðleika sem ég verð henni ævinlega þakklát. En þegar ég fór í nýjan skóla og kynntist stelpum sem ég gat kallað vinkonur þá fór ég næstum að gráta á hverjum degi þegar þær buðu mér að koma með sér að gera eitthvað skemmtilegt. Það að hittast og horfa á mynd og spjalla er ekki mikið en getur bjargað svo ótrúlega miklu. Það er nefnilega alls ekki sjálfgefið að eiga góða vini. Ég þakka fyrir mínar yndislegu vinkonur á hverju degi. Pössum okkur að taka þessa hluti sem virðast svo litlir ekki sjálfsagða. Því þetta eru oft stærstu hlutirnir í lífinu.
Þú ert sjálf YNDISLEG elskan! Þér á eftir að takast ALLT sem þú vilt í lífinu, þú ert sterkust og ég elska þig! :* Þórhildur
ReplyDeleteTakk elsku Þórhildur! ;** Elska þig líka <3
ReplyDelete