15 December 2013

Be careful what you wish for....








Efsta myndin er tekin útum gluggan heima hjá okkur á föstudaginn! Það er ekki beint jólalegt hérna nema þó aðeins nokkrar götur í miðborg Valladolid. Þetta eru önnur jólin sem við Hörður verðum erlendis. Í fyrra vorum við í Þýskalandi og þar var sko heldur betur jólalegt! Jóla-markaðir, jóla-vín, jóla-skreytingar og snjór! Hérna minnir þetta mig meira á carnival frekar en jólin. Ég fór smá rölt um daginn um borgina og þá voru básar að selja grímur fyrir börnin og ég sá ekki eina einustu jólasveina grímu! Ég er ekki frá því að ég sakni Þýskalands ansi mikið. Væri til í að klæða mig vel, skoða fallega handgerða jólaskrautið, fá mér heitt kakó og hlusta á götulistamenn spila skemmtilega jólatónlist.

Það eru nefnilega kostir og gallar við þetta allt saman. Það er ekki hægt að fá allt sem maður vill og stundum á setningin vel við "Be careful what you wish for" ansi vel við! Ég hélt að ég myndi aldrei sakna Þýskalands og sá Spán í hyllingum þegar við bjuggum ekki hérna. Svo þegar við erum loksins flutt hingað þá eru ótal hlutir sem ég átti að meta miklu betur í Þýskalandi. Þeir eru bara stundum alveg með þetta Þjóðverjarnir!!

Stundum þarf ég að passa mig að horfa ekki á eitthvað sem er betra en ég hef. Ég held alltaf að grasið sé grænna hinum megin! Ég horfði á myndina The Secret um daginn og er farin að tileinka mér meira það sem hún er að tala um. Vera þakklátari fyrir það sem ég hef og þakka fyrir það. Hætta að spá í hvað ég hef ekki og einblína á það sem ég hef.



No comments:

Post a Comment