Eftir ræktina í gær fengum við Nathalie vinkona mín okkur sallat. Þetta er ekkert venjulegt sallat, heldur það besta sem ég hef smakkað. Þú velur sjálf hvað þú vilt fá í það, ég setti kál, papriku, túnfisk, skinku, egg, feta ost, rifinn ost, korn, og maís korn. Stærðin á sallatinu er heldur ekkert grín! Það er vel fyrir tvo og kostar aðeins 3.99 € eða 640 kr! Við völdum svo að fá það sent upp í herbergi þar sem sauna og hvíldarherbergið er. Ég hef aldrei vitað um aðra eins þjónustu. Allir sem vinna í ræktinni eru svo ótrúlega fínir og aldrei neitt vesen og allt gert til að manni líði sem best! Ég hef ekki prófað allar stöðvarnar heima en þessi er svo allt annað en það sem ég hef séð af þeim stöðum heima. Á Íslandi finnst mér alltaf verið að keppast við að gera allt svo stórt og mikið að það verður aldrei nein persónuleg þjónusta.
No comments:
Post a Comment