18 October 2012

Dress


Þegar Iphone kom inn í mitt líf breyttist margt, kanski ekki allt til hins betra en ég elska hann engu að síður. Það sem ég elska hvað mest er að taka mynd af fötunum sem ég er í hverju sinni. Ég er alls ekki að pósta þessum myndum neins staðar en þær koma svo sannarlega oft að góðum notum. Ég á það nefnilega til að nota mest það sem kom seinast inn í skápinn. Svo flíkurnar sem eru aðeins eldri detta aftar í röðina. En núna þegar ég er til dæmis að fara eitthvað eða vil klæða mig aðeins upp þá fletti ég aðeins tilbaka og fæ nokkrar hugmyndir af outfitti. Hörður er nú samt mismikið tilbúin að taka myndir af frúnni þar sem hann á það til að fá skammir fyrir að gera það ekki nægilega vel en hann vill meina að módelið verði nú að standa sig líka sem er kanski mikið til í hjá honum. Ég mæli með því að biðja maka eða vinkonu að skella einni mynd af þér og safna þeim saman, spegilinn virkar líka fínt ef þú ert ein. Nokkur dæmi, gæði myndanna og módelsins er ekki það sem lagt er áherslu á. 
Ætla gera mig til fyrir matarboð, er búin að fá innblástur frá nokkrum af þessum myndum :)

















1 comment:

  1. mikið ertu snotur!
    skemmtilegar myndir - ég er mikill aðdáandi myndablogga þó svo ég geri þetta mjööög sjaldan sjálf :)

    ReplyDelete