13 October 2012

 

Vil byrja á að þakka kærlega fyrir allar heimsóknirnar eftir seinasta pistil. Þið trúið því ekki hvað ég var ánægð að sjá 1500 heimsóknir og ég var að vonast eftir 200! Það að svona margir hafi lesið bloggið og vonandi skilið eitthvað eftir og núna sé yfir 1500 manns upplýstari gerir mitt litla hjarta svo ótrúlega hamingjusamt. TAKK

Fyrst við erum byrjuð á persónulegu nótunum, þá hef ég aldrei skilið hvað málið er með vaxtarlag kvenna! Við komum jú í öllum stærðum og gerðum, fínar og flottar. Ég hef aldrei spáð mikið í því hvernig aðrir líta út. Hvort sem það er í vexti eða öðru. Ég hef þó fengið mikla gagnrýni á það oft hvernig ég lít út og þá sérstaklega vaxtarlag mitt. Ég veit ekki hvort þetta er oft afbrýðisemi eða hvað en ég hef svo oft þurft að bíta vel í tunguna á mér þegar ég fæ það beint í andlitið hvort ég sé ekki að borða! Ég hef einu sinni svarað tilbaka hvort að sá sem spurði ætti ekki að vera borða hollar þar sem hún væri alltof feit! Það er nefnilega jafn leiðinlegt að heyra að maður sé alltof mjór eins og alltof feitur. Eg hef þó aldrei látið þessar sögur um að ég sé með anorexiu eða búlemíu á mig fá og veit sjálf hvað er satt og mínir nánustu, því þeir vita hvað það er óþolandi stundum að vera með mér þar sem ég þarf að borða á  1-2 klukkustunda frestu því já ég er alltaf svöng! Brennslan mín hlítur að vera vel í lagi þar sem ég borða ekkert sérstaklega holt en maturinn er ekki að setjast utan á mig beint.
En engar áhyggjur ég er að borða!! 

Það sem fer einnig virkilega í taugarnar á mér er allt þetta tal  um megrun endalaust. Er fólk virkilega ekki að ná því að skyndikúrar virka ekki? Þegar litlir krakkar eru farnir að tala um megrun hlýtur þetta að vera orðið vandamál! Förum að hrósa hver öðru í staðinn fyrir að einblína á það slæma. Viðurkennum það fyrir sjálfum okkur hvernig við lítum út og sættumst við líkama okkar í stað þess að vera í stöðugri baráttu um að breyta hinu og þessu. Það er nefilega alls ekki samasem merki á milli hollustu og að vera grannur. 


Mikið til í þessu hjá henni Kate.
Pössum upp á hvað við segjum þegar börn eru að hlusta, við erum fyrirmyndirnar!

No comments:

Post a Comment