25 October 2012

Um daginn var Hörður að tala við mömmu sína á skype og bað hana um að senda sér eins og einn lakkríspoka eða þrista! Þar sem við gátum ekki ákveðið okkur á skype þá sögðum við aldrei almennilega hvað okkur langaði í svo hún ákvað að senda okkur nánast ALLT!
Það besta er að við vissum ekki að pakkinn var á leiðinni og héldum að hún væri að bíða eftir hvað okkur langaði í. Svo það var ótrúlega gaman að vakna í morgun við að póstmaðurinn kom færandi hendi með allt þetta gúmmelaði! Úff.. við þorum varla að byrja og ég er aðeins búin að fá mér 3 þrista í dag! Annars sit ég bara og horfi á allt þetta gómsæta nammi!

Takk fyrir okkur Bára, þú ert sko tengdamamma í lagi! 




No comments:

Post a Comment