Kæru vinir..
Eru ekki örugglega allir búnir að kaupa sér ljósið til styrktar Blátt áfram?
Með hverju keyptu ljósi núna fylgir fyrirlestur hjá Blátt áfram um forvarnir og hvernig á að bregðast við slíku ofbeldi. Ég mæli með að allir nýti sér það hvort sem þeir eru foreldrar eða ekki. Þú gætir bjargað mannslífi ef þú ert vel vakandi og sérstaklega ef þú bregst rétt við. Það skiptir svo ótrúlega miklu máli að við vitum hvernig á að bregðast við ef barn leitar til okkkar.
Finnst frekar erfitt að vera úti núna, langar svo að vera heima og hjálpa til við söfnunina. Undafarið hefur mér liðið eins og stoltri mömmu sem er að horfa á barnið sitt vaxa og dafna. Þetta verkefni sem var svo lítið fyrir 3 árum grunaði mig ekki að yrði svona stórt og ætti eftir að opna umræðuna og hjálpa svona mörgum. Það eru rúmlega 3 ár síðan ég talaði við Siggu hjá Blátt áfram og vildi hjálpa til við að opna umræðuna og sagði henni að ég vildi setja af stað söfnun fyrir þennan málaflokk. Hún tók svo vel í mínar hugmyndir og við útfærðum þetta saman og útkoman er þetta flotta ljós sem hefur hjálpað!
Fyrir ári síðan fór ég svo í tvö viðtöl til að segja mína sögu. Ég fór í viðtal hjá víkurfréttum sem er bæjarblaðið í Reykjanesbæ og fékk hreint út sagt ótrúleg viðbrögð. Foreldrar, kennarar og svo margir aðrir komu til mín og gátu notað viðtalið mitt sem forvörn og opna umræðuna bæði heima og í skólanum. Það að ég gæti verið að bjarga eitthverjum eða hjálpa eitthverjum til að segja frá er eitthvað það besta sem ég veit um og gæti ekki verið stoltari af. Eftir að ég kom í vikunni fékk ég sömu viðbrögð. Ég mun ekki geta lýst því hvað ég er ánægð að geta hjálpað til á þennan hátt. Nota allt það neikvæða og snúa því í eitthvað jákvætt!
Svo núna er bara að halda áfram. Það það stöðugt að vera að minna okkur á hvað við þurfum að vera vakandi.
Smá staðreyndir: 93% þolenda þekkja gerandann sem þýðir að í flestum tilvikum er það eitthver sem barnið og fjölskyldan þekkir vel og treystir.
1 af hverjum 5 stelpum og 1 af hverjum 10 strákum verða fyrir kynferðislegu ofbeldi fyrir 18 ára aldur.
Verum upplýst saman!
mér finnst þetta frábært framtak og ég hef keypt ljós sl. 2 ár.
ReplyDeletenú fer ég og kaupi þetta! :)
var að lesa spítalafærsluna þína - allamalla hvað ég vona að þú fáir botn í þetta mál og eitthvað sé hægt að gera. þetta er skelfing!