11 May 2012

Hörður er komin í sumarfrí svo undafarnir dagar hafa verið kósý! Erum búin að nýta dagana vel.
Á dagskránni hefur verið nokkuð mikið um síðustu kaup og leið mér á tímabili eins og ég væri að fara á eyðieyju í sumar! Fórum í klettaklifur-garð sem er staðsett á sama stað og mollið og var ég hetjan í þeirri ferð og fór í gegnum erfiðustu þrautirnar. Hörður mun safna kjarki í sumar!!
Annars erum við búin að taka okkur reglulega frí frá pökkunardeildinni og fórum í dag í strandblak og borðtennis.
Nú fer allt að verða komið í töskur, brottfarakortin og vegabréfin readdy svo núna bíðum við eftir mánudeginum til að leggja af stað í skemmtilegt ferðalag!!
Weissenfels- frankfurt- Thessaloniki- Halkidiki-Thessaloniki- frankfurt - ÍSLAND !!

Mun skella inn myndum á ferðalaginu :)

No comments:

Post a Comment