05 May 2012

Ljúfa líf

Það er aðeins annar tónn en í seinustu færslu. Lífið gæti ekki verið mikið betra akkurat núna.
Ég fékk mikil viðbrögð við seinasta bloggi og er komin með tíma hjá kvensjúkdómalækni til að athuga hvort ég þurfi á aðgerð að halda. 
MBC eru komnir upp!! Unnu leikin seinasta laugardag og þvílík gleði og ánægja. Þessa dagana er allt á fullu fyrir brúðkaupið. Er með svo ótrúlega flottar fjölskyldur heima sem eru svo ótrúlega dugleg að hjálpa útlendingunum sínum. Án þeirra væri ekki hægt að plana, gera og græja svona úr fjarlægð. 

Á milli þess að skórnir eru gengnir til eru hótel á Grikklandi skoðuð og tilvonandi eiginmaðurinn er á fullu að skissa upp brúðkaupskortin. Svo næstu dagar eru ekkert nema spennandi hjá okkur. Ég er komin í sumarfrí í vinnunni og Hörður fer í frí á morgun!!  ..svo yndislega fríið okkar verður kærkomið 15 maí og Ísland verður ennþá betra þann 23 maí ;)
Við Hörður tölum ekki um annað en íslenskan mat sem við ætlum að fá okkur við lendingu og þetta var það slæmt að mig dreymdi snúð með glassúr frá valgeirsbakarí um daginn!! Hægt að vera meiri hlunkur?

Sólin hefur verið dugleg að skína hérna svo við höfum verið dugleg að fara með vinum út í sólina. Um daginn var BBQ í yndislegum garði hjá Johannesi og Nathalie. Svo fóru þau með okkur í lítinn smá bæ að skoða kastala og útsýnið þar var GEÐVEIKT! Hörður var í dulgervi riddara allan tímann og talaði ekki um annað en hvað hann væri til í að vera uppi á þessum tíma!


No comments:

Post a Comment