09 October 2013

Ferðast

Það getur verið að erfitt að flytja inn í nýtt land. Þú skilur ekki tungumálið, siðina eða menninguna. Það tekur sinn tíma að komast inní allt saman. Eins og áður hefur komið fram þá fluttum við frá þýskalandi núna í sumar og yfir til spánar. Við lærðum bæði spænsku í framhaldsskóla, höfum oft komið til spánar og Hörður einnig búið hérna áður. Svo ég hélt að þetta yrði alls ekki svo erfitt að komast inní lífið hérna. Sólin og góða veðrið er nú ansi mikið búið að hjálpa til, en því miður er ekkert allt búið að ganga upp. Ég er t.d búin að þurfa læra undir mikilvæg lokapróf núna á kaffihúsi með eftirfarandi látum og tónlist. Við erum ekki komin með bíl sem okkur var lofað fyrir löngu og margt annað sem er að tefjast.

Í morgun tók óheppni mín svo nýjar hæðir þegar ég var læst inná klósetti í alls 4 tíma!! Já Hörður var á æfingu og ég ein heima að fara í sturtu og sem betur fer með síman með mér. En læsingin á hurðinni bilaði og ég reyni eins og ég get að laga það en pinninn sem opnar og læsir er dottinn úr og meðan ég er að reyna laga þetta ýti ég honum alltaf lengra og lengra út. Ég læst inná baði og gat engan vegin komist út, lykarnir inni svo Hörður var læstur úti!! Svo það tók 4 tíma að fá auka lykla og opna fyrir mér.

Þegar þú skilur ekkert í tungumálinu, þú getur lítið hringt í pabba til að koma og hjálpa þér þá virðist allt vera svo erfitt. Ég veit stundum ekki undir hvaða álögum ég er í þessarri óheppni minni þar sem mánudagurinn í þessarri viku var með þeim verri dögum sem ég hef upplifað. Hann endaði með að ég fékk straum af hleðslutæki og gaf svo Herði straum af því seinna um kvöldið. Já þetta er aðeins brot af vikunni minni!!

Það eru samt svona móment og upplifanir sem ég á eftir að muna þegar ferlinum er lokið. Ég á eftir að geta sagt svo skemmtilegar sögur vonandi til barnabarna minna. Mér finnst nefnilega ótrúlega gaman að tala við afa minn og nefna þá staði sem við erum að heimsækja á þessu ferðalagi okkar og hann á oftast eina eða tvær skemmtilegar sögur af hverjum stað!

Þetta snýst nefnilega alls ekki um að reyna græða eins mikla peninga eða eiga alltof dýran fataskáp eða hvað það er... búa til skemmtilegar minningar og ferðast er það sem mér finnst svo ótrúlega dýrmætt. 

Ég hló ekki mikið í dag nema kanski taugaveiklunarhlátri en ég veit að ég á eftir að hlægja mikið seinna meir þegar ég rifja þetta allt saman upp.





Ég á aldrei eftir að geta mælt nægilega mikið með því fyrir nokkurn mann að ferðast! Þetta er það skemmtilegasta sem ég geri og þó það sé oft ótrúlega erfitt þá er það samt svo gaman að eiga vini frá fjölda mismunandi löndum, upplifa aðra menningu, tala önnur tungumál og ég get talið endalaust áfram. Ef þú gefur tök á því að búa í öðru landi eða ferðast þá GO GO GO!

2 comments:

  1. Besta leiðin til að þroskast að mínu mati er að ferðast! Ekkert smá sem þú lærir að vera sjálfstæð/ur! en takk fyrir gott blogg, fylgist reglulega með :)

    ReplyDelete
    Replies
    1. Mikið er ég sammála þér! Við höfum aldeilis þurft að þroskast og læra að standa á eigin fótum hérna úti og ekkert nema á góðan hátt! :)

      Takk fyrir að skilja eftir komment og fylgjast með mér finnst svo gaman að fá að heyra það ;)

      Delete