Við Hörður fórum út að borða um daginn þegar við áttum 6 ára afmæli. Við búum eins og er á hóteli og maturinn er frekar einhæfur. Svo það var ótrúlega gott að fara út að borða og fá ítalskt pasta og pizzu.
Hvítu buxurnar sem ég er í fékk ég í H&M og notaði ég þær frekar mikið í sumar miðað við hvað veðrið var leiðinlegt á íslandi. Ég er svo ótrúlega ánægð með að fá smá framlengingu á sumrinu og geta notað sumarfötin aðeins lengur hérna á Spáni.
No comments:
Post a Comment