03 October 2013

Zara Home

Zara Home er eitthver fallegasta búð sem ég veit um.  Zara Home selur fallega hluti fyrir heimilið. Það er ein búð í miðbæ Valladolid sem er rétt hjá hótelinu okkar og ég fer þangað reglulega að skoða. Þar sem við fáum íbúðina okkar vonandi í kvöld verður skemmtilegt að sjá hvað ég get keypt fallegt í hana. 

Ég þarf samt alltaf að passa mig þar sem við flytjum á 8 mánaða fresti að þá er ekki í boði að kaupa stóra og fyrirferða mikla hluti!! Það getur verið erfitt þegar það er svona mikið og fallegt úrval. Þegar við komum heim í sumar frá Þýskalandi þá fylgdi okkur alls konar skemmtilegt og fyrirferðamikið dót. Svo ég er að reyna passa mig núna að kaupa ekkert sem passar ekki í töskurnar okkar. 

Það er mikið úrval af borðbúnaði hjá þeim. Ég fékk einmitt þessi fallegu glös hérna að neðan frá þeim í þýskalandi. Það verður gaman eftir nokkur ár að eiga litla hluti fyrir heimilið frá mismunandi stöðum úr heiminum. 

Annars þá er ég veik fyrir hnöttum og landakortum. Ég á nú þegar nokkur kort bæði af heiminum og íslandi. Við eigum þó engann hnött svo þessi hvíti er fullkominn. Það er spurning hvort ég legg það á mig að taka hann í handfarangur heim? ( Ég er mjög oft óþolandi pían að koma heim með alltof mikin handfarangur).








 



Ég mæli með að þið skoðið úrvalið á heimasíðu Zara Home hérna.

No comments:

Post a Comment