01 October 2013
Auga-brúnir
Ég hef ótrúlega ljósar augabrúnir og þarf því reglulega að lita þær annars hverfa þær! Ég hef verið mjög ánægð heima þar sem ég fer í litun þar sem hún litar mig ekki of dökka þar sem ég er ljóshærð. Ljóst hár og svartar augabrúnir eiga ekki alveg saman hjá mér.
Ég gleymdi svo í öllum látunum þegar ég var að flytja að láta lita þær áður en ég fór. Á rölti mínu um borgina fann ég svo sameiginlega hárgreiðslustofu og snyrtistofu. Ég reyni á minni bjöguðu spænsku að fá lit og vax og það tekst á endanum. Hún fer að spurja hvenrig ég vilji lita þær og ég næ að tjá henni að ég vilji fá þær náttúrulegar eða Natural! Hún baðar höndum og segir Sí! Sí! Natural!
Næst er hún komin með stóra möppu með öllum regnbogans litum í. Hún byrjar að miða litina við rótina í hárinu á mér. Eftir smá stund er hún komin með tvo liti sem eru hvað næst rótinni. Ég vel annan og kem mér fyrir í stólnum.
Ég er ekkert smá ánægð með litinn. Hann er ótrúlega náttúrulegur og alls ekki of dökkur sem ég er svo hrædd um að lenda í þegar ég er að láta lita þær hérna úti. Ég mæli með að íslenskar stofur taki uppá þessu að litgreina aðeins hárið áður en brúnirnar eru litaðar.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment