20 March 2013

Álit



Það sem ég hef verið mikið að spá í undafarið er hvað álit annara skiptir mig miklu minna máli hérna úti heldur en heima á íslandi.  Ég hef reynt eins og ég get að láta álit annara ekki hafa áhrif á mig.  Við erum nefnilega svo flóknar mannverur oft á tíðum að við miklum hlutina oftast fyrir okkur og þar með álit annara á okkur. 

Frá því að ég var nokkra ára finnst mér alltaf gaman að vera öðruvísi! Ég elskaði t.d að vera með alpahúfur frá ömmu minni í 1.bekk. Ég var alltaf með ákveðnar hugmyndir þegar ég fékk að velja jólafötin mín og það var alltaf það sem MIG langaði að vera í ekki eitthvað sem var í tísku. Amma mín hefur verið mín fyrirmynd á svo mörgum sviðum og hún er ein sú allra flottasta kona sem ég veit um. Hún á virkilega flott hatta safn og ég elska að fara og fá lánaða hatta hjá henni. Hvað er annars gaman að vera öll eins?  Ég held að það einkenni svolítið ísland, en það er blessunarlega að eitthverju leiti að lagast. Svona lítil eyja, að um leið og eitthvað verður vinsælt þá eiga það allir! 

Það sem ég vil leggja áherslu á þegar ég eignast börn og mitt mottó í framtíðinni er að vera eins og ég vil vera. Ekki eins og einhvern annar vill að ég sé. Það er eitt það mikilvægasta að mínu mati er að vera alltaf þú sjálf. Ég tel það líka mikilvægt að vera ekki að miða okkur við aðra. Það er ekki raunhæft að mínu mati og í raun alls ekki hollt. Reynum frekar að miða okkur við okkur sjálf. Gera betur en í gær í stað þess að gera betur en sá sem er hliðin á þér(nú ég ekki við um íþróttamenn). Það er mitt markmið að ná lengra en ég er stödd í dag og bæta mig frá degi til dags. Ég hef alltaf verið virkilega sjálfstæð og geri oftast það sem mér finnst rétt að gera. Það er kanski ekki alltaf rétt en ég hef lært og ég tel það vera virkilega mikilvægt að fylgja alltaf hjartanu og gera það sem hjartað segir þér. Þannig miðum við áfram í rétta átt. 

Nú er átakið byrjað! Ég ætla hætta að miða mig við aðra, hætta að hugsa um það sem öðrum finnst og byrja að hrósa meira. Ég skora á þig að gera það sama.





1 comment:

  1. ég er alveg hjartanlega sammála þér!
    fann sjálf mikið fyrir þessum mun þegar ég bjó í danmörku, hversu miklu minn álit annarra skipti mig máli þar en það gerir hér heima. það lætur mann líða svo mikið betur í staðin fyrir að vera alltaf í einhverri kreppu og keppni.

    ReplyDelete