06 December 2013

Ensím


Hörður hefur verið mjög stífur í líkamanum í langan tíma. Hann er í þjálfun allt árið um kring svo það þarf að passa vel uppá líkaman. Við erum búin að prófa margt og í Þýskalandi var hann á alls konar lyfum við það að reyna liðka betur liðina. Ótal sjúkraþjálfunar tímar og nudd, heitar sturtur og ísböð. 

Þegar ég var heima á Íslandi núna þá sat ég við tölvuna eða skrifborð 90% af tímanum. Alla virka daga var ég að læra og um helgar var ég á námskeiði frá 9-17. Svo ég var orðin ansi stíf í öxlunum þar sem ég er ekki vön að sitja svona allan daginn og þetta langan tíma í einu. Ég læri mikið hérna úti en tek mér góðar pásur og hreyfi mig meira en ég gerði heima. Þegar ég var komin með stanslausan verk í hálsinn þá var mér sagt frá Coddoc eða sjávar-ensímum.  Ég setti þetta gel á mig áður en ég fór að sofa og daginn eftir fann ég strax mun á mér.

Ensímið er ráðlagt á liði, vöðva og húð. Ég hef einnig séð mikin mun á aðeins nokkrum dögum á stelpu sem notaði gelið á bólur og ör í húð. Húðin mín á lærunum hefur ekki verið uppá sitt besta og ætla ég að prófa og sjá hvort Ensímið hjálpi ekki til. Ensímið er hrein náttúruvara með lífhvötum sem hraða "viðgerðarferli" líkamans. Varan inniheldur engar olíur, fitur, ilm - eða rotvarnarefni.

Ég mæli svo sannarlega með vörunni. Hlakka líka til að sjá hvort að Hörður finnur mun á sér!

No comments:

Post a Comment