07 November 2013

Lífið




Það eru tveir mánuðir síðan Hörður samdi við liðið okkar hérna á spáni. Ég kom rétt á eftir og var planið að vera hérna úti þangað til tímabilið er búið eða fram í byrjun júní! Þetta átti eftir að vera lengsta dvölin okkar saman erlendis og ég var farin að hlakka mikið til eftir ferðalög sumarsins og seinustu tímabila.

Í vikunni fékk ég hins vegar ótrúlega skemmtilegt símtal og var boðin vinna heima á íslandi næsta sumar. Það að taka við vinnuni braut upp planið okkar. Sem er hið besta mál. Nú þarf ég að fara til íslands á tveggja mánaða fresti og mánuð í senn og flyt heim aðeins á undan Herði. Við Hörður hlægjum reglulega að þessu að þegar við reynum að plana eitthvað fram í tímann þá kemur svona skemmtilegt upp. Við erum þó virkilega vön að taka last minute ákvarðanir og má segja að það henti okkur alveg ágætlega þessa stundina.

Ég er því búin að vera púsla saman ferðalagi heim síðustu daga. Það er mun erfiðara að finna hentugt ferðalag hérna frá spáni en frá þýskalandi!! Mér finnst þetta samt lúmskt gaman að finna svona ferðir og það koma reglulega til mín vinir og fjölskylda sem biðja mig um að finna þessar ofur ferðir sem ég finn oft. Það er bara að leita nægileg mikið á sem flestum síðum og þá kemur oft eitthvað skemmtilegt upp.

Farin að reyna einbeita mér að læra og pakka í tösku þar sem ferðalagið hefst á mánudaginn. Gaman að segja frá því að ég er ný búin að raða vel í fataskápana hér öllu dótinu mínu og koma mér vel fyrir! Pakka í tösku er ekki eitthvað sem ég hef lúmskt gaman af. Ég er þó orðin nokkuð pro þar sem ég kom 38 kg í eina tösku seinast þegar við fluttum! Hvernig ég fór að því er ég enn að reyna finna út.

Ævintýrin koma oft þegar við eigum alls ekki von á þeim svo það er um að gera að vera vel vakandi og grípa þau þegar þau koma!
 

2 comments:

  1. Hahha hæfileikinn þinn í að pakka í töskur á eflaust eftir að nýtast þér vel næsta sumar :D

    ReplyDelete
    Replies
    1. Spurning um að setja þetta á ferilskránna?

      Delete