28 October 2013

Helgin

Við áttum ótrúlega góða helgi saman. Ég átti að læra mun meira en ég gerði en það fer því miður ekkert og þarf ég aldeilis að vinna það upp í dag. Hörður átti frí eftir hádegi á föstudag en þar sem það var leikur á laugardaginn var aðeins skoðað í búðir og svo fengum við okkur ótrúlega góðan ítalskan mat í mollinu. Á laugardaginn var svo loksins komið að fyrsta heimaleiknum!! Ég og Marta vinkona mín gerðum okkur til saman ásamt dóttur hennar sem er mesta dúlla sem ég veit um hún Martina. Ég hef verið ótrúlega heppin með vinkonur hvert sem við förum en er einstaklega heppin hérna með hana Mörtu, hún er bara einstök!

Valladolid vann leikinn! Hörður stóð sig einstaklega vel með 13 stig, 3 fráköst og eina stoðsendingu. Hörður stjórnaði leiknum mjög vel þar sem hann er eins og er eini leikstjórnandinn. Leikurinn var spennandi og jafn allan tímann en það var ekki fyrr en í lokinn sem Valladolid náði smá forskoti. Eftir leikinn fórum við með Mörtu & Marcusi sem er liðsfélagi Harðar að borða. Það er ómetanlegt að eiga góða vini þegar maður er svona einn úti. Góður matur með góðum vinum klikkar aldrei og ég fékk verk í kjálkann og kviðinn ég hló svo mikið!

Sunnudagar eru oftast frídagar hjá okkur sem og öðru spánverjum. Við tókum daginn rólega, sváfum út og New Girl skemmti okkur fram eftir degi. Um kvöldið fórum við með liðinu í keilu og að borða. Ég byrjaði hræðilega í keilunni, held að kúlann hafi oftar en ekki farið út fyrir og ég var farinn að fá pepp frá liðinu að ég væri nú ekkert svo léleg! Svo breyttist eitthvað og ég tók 7 fellur í röð og endaði í 2. sæti af 12!! Meira að segja vann Hörð sem hefur ALDREI gerst... Svo ég dansaði af gleði og strákarnir frekar svekktir að ég hafi stolið sigrinum.

Við erum svo sannarlega að njóta lífsins hérna á spáni. Veðrið er aðeins farið að kólna en þegar mælirinn er ennþá að sýna hátt í 20° þá voga ég mér ekki að kvarta.

2 comments:

  1. Mér finnst svo gaman að lesa bloggið þitt - þvílíkt ævintýri sem þið hjónin eruð að upplifa. Kem hingað reglulega og langaði að kvitta því ég hef aldrei gert það held ég :)

    ReplyDelete
    Replies
    1. Takk fyrir að kommenta. Ég mun klárlega reyna að koma með fleiri sögur af ævintýrunum okkar þegar ég veit að það er einhver spenntur fyrir að lesa þau! ;)
      Takk

      Delete