10 September 2013

Hetja





Það er eitt að koma fram með sína sögu og segja frá einelti sem hefur gengið á í alltof langan tíma. Það er svo annað að sitja í ísland í dag og svara eins og hetja! Selma Björk Hermannsdóttir var í viðtali þar núna í kvöld og hún hreyfði svo sannarlega við þjóðinni. Það tekur á að opna sig en þessi unga stúlka er svo sannarlega með sitt á hreinu. Ég sat með gæsahúð og tárin í augunum meðan hún talaði um erfiða reynslu eða eineltið.

Selma er fædd með skarð í vör og á því hafa krakkar lagt hana í einelti útaf. Hún Selma er gullfalleg stelpa og einstök með skarðið sitt. Krakkar læra það oftast heima að það sé í lagi að tala illa um annað fólk og gera grín af útliti þess. Pössum okkur hvað við erum að segja fyrir framan börn og unglinga. Það á enginn að þurfa að ganga í gegnum einelti. Þetta byrjar allt heima. Stöndum saman.

 Hún segir í viðtalinu : ,þú ræður ekki í hverju þú lendir í lífinu en þú ræður hvernig þú tekur því!" Þetta hefur akkurat verið mottóið mitt undafarin ár og skilaboð til allra þeirra sem eru að ganga í gegnum erfiðleika.  


Hér er hægt að horfa á viðtalið við hana Selmu.


No comments:

Post a Comment