26 January 2013

Opnum umræðuna

Ég var að lesa þessa grein á netinu og mikið er ég sammála henni. Það eru svo margar hliðar á þessum málum sem þarf að laga. Það þarf auðvitað að byrja á að opna umræðuna almennt og vonandi áttar fólk sig á alvarleika málanna.
"Enginn deilir þessari reynslu með öðrum upp á athyglina eða fjörið heldur af þrá til þess að breyta samfélaginu okkar til hins betra." -

 Þessari setningu úr greininni. gæti ég ekki verið meira sammála. Það hefur tekið ótrúlega mikið á að opinbera svona mál og það er ekki gert uppá athygli eða fjör. Ég hef meira að segja fengið að heyra það að ég væri að opinbera mitt mál vegna peninganna. Svo það sé á hreinu þá eru engir peningar sem borga upp svona sársauka. Svo er annað að á íslandi er ekki borgað fólki fyrir að koma í viðtöl, allaveganna fékk ég það ekki og myndi ekki vilja fá það. Einu peningarnir sem ég hef fengið í kringum mitt mál voru bætur sem greiddar voru af geranda mínum sem voru 150.000 kr. Ég vil líka að það komi fram, að með því að opinbera mitt mál, skrifa um það og veita blaðaviðtöl er ég ekki að leitast eftir hefnd. Þetta er ekki gert til þess að ná mér á einhvern hátt niður á gerenda mínum. 

Flestir þolendur á eitthverjum tímapunkti vilja hefna sín eða ná fram hefnd á geranda sinn. Ég viðurkenni það alveg að þegar ég var 13-14 ára þá var ég ótrúlega reið út í þennan mann. Hvernig hann gat brotið svona á mér og nánast komist upp með það. Í dag sé ég málið aðeins öðruvísi. Ég er ekki jafn reið þó auðvitað ég verði alltaf reið út í þennan mann, en þá hef ég ákveðið að nota þessa reiði og vondu orku í að breyta hlutunum til hins betra. Mitt aðal markmið með að opna mitt mál er að hjálpa. Eftir að ég hef opnað mig, bæði hér á þessu bloggi og annars staðar, þá hefur fólk leitað til mín með sín mál. Þá sé ég alltaf að öll vinnan og erfiði er að skila sér.

Það hafa margir talað um að þegar hægt að fyrirgefa geranda sínum þá sé hægt að halda áfram. Þessu er ég ótrúlega ósammála. Ég held að ég muni seint fyrirgefa honum það sem hann hefur gert bæði mér og fjölskyldu minni, en það sem ég get gert er að læra að lifa með því sem gerst hefur og reynt að gera eitthvað jákvætt úr þessari ömurlegu lífsreynslu.

Eitt að lokum þá vil ég biðja alla um að passa hvað þeir láta útúr sér í kringum börn varðandi gerendur í kynferðisafbrotum. Barnið sem stendur hliðina á þér getur átt sitt leyndarmál sem það er búið að reyna segja þér frá, ef barnið heyrir svo hvernig þú vilt að höndlað sé þessa menn/konur, viljir jafnvel láta drepa þá, skjóta eða þess háttar eru hverfandi líkur á að barnið leiti til þín með sitt leyndarmál.

Við erum sterkar saman.

2 comments:

  1. Flott færsla hjá þér frænka. Þú ert frábær fyrirmynd og það mættu alveg vera til fleiri svona Hafdísar í heiminum :)
    Kv. Jenný

    ReplyDelete