26 April 2012

Gærdagurinn

Dagurinn í gær byrjaði vel. Enginn vinna og ég gat sofið eins og ég vildi. Vaknaði 11:30  og þar sem þetta var leikdagur fórum við Hörður á subway og fylgdum svo rútínunni sem er alltaf sú sama á leikdegi. Ég var búin í sturtu og var að fara gera mig til þegar ég byrja að fá mína yndislegu mánaðar verki(blæðingar). Sjúkrasagan í þessum efnum er ekki beint sú skemmtilegasta og hefur 3x liðið yfir mig af verkjum og nokkrum sinnum hef ég ekki getað hreyft mig af verkjum. Í ófá skipti hef ég endað niðrá spítala með verkjalyf í æð við verkjunum. Spennandi!! 

Um hálf 5 leytið í gær finn ég að verkirnir eru að koma og hérna úti hef ég verið mjög heppin og hafa íbúfen töflurnar mínar verið að gera kraftaverk. Ég byrja á að taka eina og ætla reyna gera mig tilbúna fyrir leikinn, verkirnir hinsvegar minnka ekkert og ég reyni að segja Herði sem minnst frá verkjunum. Ég tek aðra töflu stuttu seinna og er búin að taka núna 1200 mg af verkjalyfjum sem ætti að virka vel á þennan litla líkama! En nei verkirnir versna bara og ég er orðin náföl, ennþá reyni ég að hughreysta mig og Hörð( sem sér nú alveg í gegnum mig) að ég verði í lagi. Klukkan er hálf 6 og Hörður á að mæta kl 6! Eg er inná baði og byrja að svitna og svitna, núna veit ég að það er ekki allt í lagi og sem betur fer næ ég að opna hurðina og láta Hörð vita að verkjalyfin eru ekki að virka. Ég dett í gólfið en sem betur fer líður ekki alveg yfir mig. Hörður tekur það ekki í mál að fara svo ég læt hann hringja í liðið og láta þá fara með mig uppá spítala svo hann fari nú í leikinn. Ungur strákur kemur frá liðinu og er svo stressaður greyið með mig í framsætinu hálf meðvitundarlausa og grenjandi. Þegar við komum inná spítalann næ ég að ganga aðeins en allt í einu er eins og fótunum er kippt undan mér og ég dett í gólfið sem betur fer líður ekki yfir mig og ég næ að stjórna aðeins líkamanum þegar ég dett. Núna ligg ég í gólfinu og heyri að það kemur fólk hlaupandi að mér og byrja að skoða mig. Setja mig svo á rúm og hlaupa með mig um gangana! Leið eins og í bíómynd þar sem þau skelltu mér í lyftuna og héldu áfram að hlaupa með mig um gangana. Næst er athugað hvort ég megi fá öll lyf og ég öll skoðuð. Svo loksins fæ ég verkjalyf í æð og verkirnir minnka. 
Munurinn á kerfinu hérna úti og heima er svakalegur. Ég hef aldrei kvartað undan kerfinu heima og veit að þau eru að gera sitt besta. En hérna úti vildu þau halda mér í nótt vegna þess að ég datt niður. Hins vegar heima var ég strax send heim um leið og verkirnir fóru. Þar sem ég tók það nú ekki alveg í mál að missa af öllum leiknum og sofa nótt á spítala við túrverkjum, þurfti ég að byrja að sannfæra læknana um að allt væri í lagi og verkirnir farnir. Þeim leist ekkert á að láta mig fara en á þrjóskunni náði ég að sannfæra þau og fékk að skrifa undir pappíra að spítalinn er ekki ábyrgur ef eitthvað kæmi fyrir mig! Eftir að ég var búin að fá verkjalyfin var dælt í mig miklum vökva þar sem vökvatapið er svo mikið. Hjúkkan kom einnig með kex handa mér og vatn. Heima á íslandi þurfti ég stundum að sannfæra læknana um að skoða mig betur. Aldrei var sett vatn á eftir verkjalyfjunum( veit hins vegar ekki hvort það sé lífs nauðsynlegt). Hérna var einnig athugaður blóðþrýstingurinn og mér var ekki hleypt heim fyrr en hann var orðinn góður, heima var það aldrei gert. 
Viðmót læknanna hérna er líka eitthvað sem ég tók mikið eftir, læknirinn sem tók á móti mér í gær reyndi að tala við mig og útskýra allt sem hann gerði og reyndi að róa mig þar sem ég grét og engdist um af verkjum, hins vegar spurði einn læknir mig heima meðan ég grét af verkjum og hann var að finna æð í mér hvort að sársaukaþröskuldurinn minn væri ekki bara svona lár!!! Þarna langaði mig að ausa mér yfir hann hvort hann hafi farið á bæðingar eða hvort hann hafi fengið þessa verki þar sem þetta voru í báðu tilfellum karlkyns læknar. 
Svo reynsla mín af þýskum læknum og sjúkrahúsum er ekkert nema góð. 

 Ævintýrið endaði vel ég náði seinni hálfleik af leiknum sem endaði í framlenginu og MBC vann!!  Núna er staðan 2-1 og leikur á laugardaginn. Ef við vinnum þann leik er liðið komið upp um deild eða efstu deildina í þýskalandi.

5 comments:

  1. jahérna hér!
    áhugavert að sjá muninn.. ég þoli einmitt ekki þegar litið er á mann eins og maður hafi bara "lágan sársaukaþröskuld" ...

    en fylgdistu með umræðunni á Íslandi sem átti sér stað nýlega um endómetríósu? það var áhugavert að fræðast um þennan sjúkdóm, maður hafði ekki hugmynd um að margar konur væru að kveljast svona mikið á blæðingum.

    ReplyDelete
  2. jahérna..!! Það er nú gott að allt endaði vel. Hafðu það gott :)

    -Ellen Agata

    ReplyDelete
  3. Leiðinlegt að heyra vesenið á þér... En gott að Herði og MBC gengur vel! :)

    ReplyDelete
  4. Ohh finn svo til með þér.. En gott að það sé hugsað svona vel um þig þarna úti :)

    -Tinna

    ReplyDelete
  5. Takk stelpur. Mér hefur oft verið bent á að ég gæti verið með endómetríósu en læknar hafa aldrei viljað gera aðgerð á mér til að athuga það og ástæðan segja þeir að ég sé of ung. Eftir bloggið hef ég fengið pósta um að yngri stelpur hafa fengið speglun en ég. Svo núna ætla ég að fara fram á speglun og vonandi fæ eitthvað útúr þessu.

    En ég held einmitt að það séu mjög margar stelpur að kljást við þennan sjúkdóm sem læknar taka víst ekki nógu alvarlega.

    ReplyDelete