14 April 2013

Berlín

Faye að dansa


Ég og Ann 

Mikael Reynir og Faye

Upphitun



Ég með Berlínar múrinn í bakrunn

Leikurinn

Litla fjölskyldan


Hörður átti leik í gær í Berlín svo ég ásamt gestunum okkar frá íslandi fórum auðvitað að styðja við okkar mann. Við fórum snemma til Berlínar og skoðuðum þessa fallegu borg, þeir sem ekki hafa farið mæli ég svo sannarlega með henni. Ég bjóst ekki við svona mikið af fallegum byggingum og mikið um að vera & skoða. Ég hef farið nokkrum sinnum og er alltaf jafn ánægð með heimsóknina.

Þegar í leikinn var komið fékk ég gæsahúð við að koma inn í höllina! Leikvangurinn var sá stæðsti sem Hörður hefur spilað í. Ég fylltist svo miklu stolti að Hörður væri loksins kominn á þann stað sem hann á skilið! Myndirnar sýna kanski aðseins hvað höllin er stór en hún tekur um 14.000 og á leiknum í gær var 10.666. Heimavöllurinn okkar tekur um 4.000 í sæti! 

Á efstu myndinni er svo dóttir vinkonu minnar hún Faye að dansa með Alba Minis og þær eru endalaust krúttlegar og dansa svo vel með krúttlega litla dúska!

Hörður stóð sig virkilega vel í leiknum, með 10 stig, 6 stoðsendingar og 2 fráköst ásamt því að  stjórna leiknum alveg eins og herforingi! MBC tapaði þó á lokasekúndunni en við áttum lokaskotið sem gat unnið leikinn... eitt af mest svekkjandi tapi sem ég hef orðið vitni af! Við áttum svo sannarlega skilið að vinna þetta sterka lið Alba Berlín. Þá er bara að klára restina af tímabilinu með stæl en það eru aðeins 3 leikir eftir.


No comments:

Post a Comment