25 December 2012

Gleðileg Jól

Komin aftur heim til þýskalands. Kom seint á þorláksmessu og er búin að líða eins og drottningu síðan ég lenti. Íbúðin hefur sjaldan verið jafn fín, allt hreint, jólamynd í tækinu og endalaust af íslensku nammi!  Á aðfangadag fékk ég svo rauðan lítinn skó í skóinn sem er usb lykill. Inná lyklinum er svo fallegasta myndband sem ég hef séð þar sem Hörður var búin að setja saman frá brúðkaupinu okkar frá því í sumar. Fyrir þá sem ekki vita þá kom Hörður mér á óvart í brúðkaupinu og flutti til mín ræðu. Ég held að það hafi ekki verið einn í salnum sem táraðist ekki! Í myndbandinu sem hann gaf mér í gær, las hann inná það uppúr ræðunni, ásamt myndum og video frá brúðakupinu. Þetta er gjöf sem mér þykir endalaust vænt um. 
Okkur tókst svo að elda kalkún, stuffing og allt sem því fylgir alveg sjálf! Það heppnaðist líka bara svona rosalega vel. Eftir allt átið, opnuðum við pakkana sem voru mun fleirri en við bjuggumst við og allt mjög flott. Þar sem ég var ekki heima þegar jólasveinarnir komu í heimsókn fékk ég 13 litla pakka í gær sem voru settir upp í smá ratleik frá Herði! Mjög skemmtilegt. Við náðum svo að fylgjast með minni fjölskyldu opna pakkana og vera aðeins með þeim og hittum aðeins á Harðar fjölskyldu líka sem var þó búin að opna sína pakka. Skype gerir kraftarverk þar sem okkur leið eins og við vorum heima í stofu hjá mömmu og pabba!  Dagurinn í dag er svo búinn að fara í eins mikið kósý og hægt er. Hörður þurfti því miður samt að fara á æfingu núna, en svona er þessi vinna það er ekki hægt að fá frí þegar maður vill. 



Njótið hátíðarinnar saman með þeim sem ykkur þykir vænt um <3

No comments:

Post a Comment