27 November 2012
Skór
Ég hef alltaf elskað skó. Held að margar stelpur séu sammála mér þar. Ég fór til NY fyrir næstum tveimur árum og keypti mér skó í forever 21. Þeir kostuðu 20$ og ekki grunaði mér að þetta yrðu fyrstu skórnir sem ég myndi gjörsamlega ganga í gegnum. Ég verð að viðurkenna að það eru ekki margir skór sem ég næ að slíta. Ég er oftast búin að kaupa annað par áður en það gerist. Ég hef keypt nokkur pör á þessum tveimur árum, en þetta par passaði við allt og voru virkilega þægilegir.. þangað til í gær! Þá slitnaði sólinn nánast frá skónnum fyrir framan skóbúð! Ég held að greyið skórnir voru að segja mér eitthvað. Undafarið hef ég þó verið að leita af svörtum ökklastígvélum, en annað hvort finn ég ekkert eða þeir eru ekki til í minni stærð. Ég og svart eigum nefnilega ekkert svo vel saman. Ég hef alltaf verið meira fyrir liti en það er víst ekki hægt að setja endalaust af litum saman! Í gær þá fór ég útúr skóbúðinni með ljósdrappaða skó og bláa!
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment