25 November 2012

Íslenskt, já TAKK!






Eiginmaðurinn gerði sér lítið fyrir ásamt liðinu og unnu loksins einn leik í gær! Með 20 stigum meira að segja! Svo það var heldur betur kátt í höllinni eftir leikinn. Hörður er loksins komin í byrjunarliðið og spilaði mjög vel. Hann var að gera mjög vel í vörninni og stal 5 boltum, skorði 8 stig og var meira að segja með 4 fráköst! Geri aðrir betur! (ég er alls ekkert hlutdræg hérna).
 Við vissum að Dikta væri að spila í Leipzig sem er 30 min frá okkur svo við brunuðum eftir leikinn og náðum að sjá fimm lög með þeim. Úff það var svo gaman að ná að fara, og geta sungið með lögunum.

No comments:

Post a Comment