15 November 2012

Nýr hönnuður hefur ákveðið að hanna fyrir H&M og var það núna hann Maison Martin Margiela. Ég verð nú alveg að játa það að ég hafði ekki hugmynd um hver sá ágæti maður væri fyrr en núna.
Línan er þó eitthvað sem ég er alls ekki að missa mig yfir og alls ekki minn stíl.
Mér finnst samt alltaf gaman að skoða þegar nýjir hönnuðir koma með línur í H&M og þar með á viðráðanlegu verði. Ég fletti í gegnum línuna sem er komin á netið og fann eina tösku sem greip athygli mína!

Virkilega skemmtilega öðruvísi!!
Ég ætla nú hins vegar ekki að skella mér þennan grip!


No comments:

Post a Comment