Það er ein gjöf sem ég fékk í sumar eða rétt fyrir brúðkaupið okkar sem ég held alveg sérstaklega mikið uppá. Mamma mín var að fá sér skart frá Siggu og Tímó í Hafnarfirði og fékk sér sérstakt kúlu-armband frá þeim þegar við vorum í bæjarferð ásamt Helgu systir að útrétta fyrir brúðkaupið. Ég varð alveg heilluð af þeim og það skemmilegasta er að þú "hannar" það sjálfur. Sem sagt velur litina og áferðina sem þú vilt hafa. Ég ákvað að kaupa það ekki en var stanslaust að hugsa um það restina af deginum.
Amma mín sem er eitthver flottasta kona sem ég veit um, bæði að innan sem utan frétti að ég var að spá í að kaupa armbandið og nota það við brúðarkjólinn að hún vildi endilega fá að gefa mér það í afmælisgjöf sem var tveimur dögum fyrir brúðkaupið.
Ég fór og valdi í mitt armband og sýndi ömmu. Við vorum sammála um að við hefðum sjaldan séð jafn flottan skartgrip. Ég er með armbandið á mér ALLA daga og brosi alltaf og fæ virkilega þægilegt kitl í magann þegar ég sé armbandið. Einnig hugsa ég alltaf til ömmu og hvað ég er heppin að eiga hana að.
Ég hef aldrei verið mikið fyrir skartgripi. Eitt af því sem ég gleymi nánast alltaf að setja á mig og á frekar lítið af þeim. Þeir skartgripir sem ég á eru samt allir mjög veglegir og persónulegir. Það skart sem mér þykir hvað vænst um er trúlofunar og giftingarhringirnir mínir, hvítagulls kross með demöntum sem eru í stíl við trúlofunarhringinn minn sem var morgungjöf frá Herði og armbandið frá ömmu. Ég er líka alltaf með guess úr sem ég fékk frá mömmu og pabba í jólagjöf fyrir nokkrum árum. Þessa hluti gleymi ég aldrei að setja á mig og finnst eitthvað virkilega vanta ef ég gleymi þeim.
No comments:
Post a Comment