28 June 2012

GÆS

Ég var gæsuð um daginn og skemmtilegri dag hef ég ekki upplifað lengi! Skemmtilegast af öllu er að mig grunaði ekki neitt. Systur mínar voru búnar að plata mig í kvennahlaupið ásamt mömmu. Nóttina áður svaf ég ekkert svo vel og var næstum hætt við að fara sem hefði eyðilagt allt. Í hlaupið fór ég og á móti mér taka flottustu systur, vinkonur & frænkur!! Mér var skellt í bleikan spandex-galla, barbie gasblöðru um hendina og trefil af manninum mínum tilvonandi um hálsin! Mjög smart.

Fjórhjól, upptökuver, skot, íþróttafréttakona, súludans, heitir pottar, matur, kynlífsdóta-sýning og brjálað partý!!

Takk fyrir mig stelpur.

Hérna er viðtalið sem ég tók!




STUÐ-STUÐ-STUÐ

No comments:

Post a Comment