06 April 2012

Fjölskyldan&úrslit

Get ekki sagt það nógu oft hversu heppinn við Hörður erum með fjölskyldu og vini. Mamma , pabbi og Hafþór bróðir eru búin að vera hjá okkur og fóru til Noregs á miðvikudaginn. Svo er Hjalti bróðir hans Harðar og Telma kærastan hans að koma í dag. 
Fengum íslenskt nammi, læri, páskaegg og flatkökur frá ömmu Báru með hangikjöti. Eftir að við fluttum hingað út lærir maður að meta allt sem maður hefur mun betur. Að fá fjölskylduna svona út til sín er ómetanlegt. 
Svo er körfuboltinn hjá Herði í hámarki akkurat núna. Unnu fyrsta leikinn í úrslitum í gær og svo er næsti á morgun og þriðji á mánudaginn. Ef þeir vinna þessa leiki eru þeir komnir í 4 liða úrslit. 
Hörður lenti í svakalegu höggi í leiknum í gær og hentist uppí loft, allt varð vitlaust í húsinu. Það kveikti aldeilis í mínum manni sem setti niður þrjá þrista eftir höggið.
Ætla að reyna að uppfæra betur bloggið í úrslitunum. Þó ég sé nú sennilega bara að skirfa fyrir mig sjálfa. 

Góða páskahelgi.
Mín verður allaveganna spennandi!!

2 comments:

  1. Þú ert að skrifa f mig líka :D hehe ég er alltaf að lesa bloggið þitt sæta min.
    Sakna þin svooo mikið!

    ReplyDelete
  2. Gaman að lesa bloggið þitt elsku Hafdís, já það er yndislegt lífið og þú átt yndislega fjölskyldu samhenta og kærleiksríka. Gott að njóta alls sem maður hefur fjölskyldan og heilsan. Gleðilega páska og hafið það gott kossar og knús frá okkur :=)

    Magga og co.

    ReplyDelete