21 January 2012

Draumar



Ég hef alltaf viljað vera frekar skipulögð. Þessi árátta er samt að skána, vona ég. Það er ótrúlega gott að vera skipulagður upp að vissu marki. Það er samt ekki gott að skiðuleggja og plana of mikið eins og ég á oft til með að gera. Ég er oft kominn alltof langt fram úr sjálfri mér að það hálfa væri nóg. Það má stundum ekki segja mér frá útlandaferð þá er ég búin að plana alla dagana! Eða segja mér frá óléttu þá er ég strax búin að ákveða hvað á að gefa barninu í fyrstu 5 afmælisgjafirnar!! Þetta getur orðið slæmt! 
Verst eru þó andvökunæturnar þá get ég legið heilu tímana að plana! Oftast er það framtíðin, það er eitthvað við framtíðina sem mér finnst svo heillandi. Þú getur nefnilega skapað hana alveg sjálfur! 
Ég hef undafarið verið mikið að einblína á þrjú lítil orð sem ég hef oft hugsað um að láta tattovera á mig. Þau er Dream- Believe- Achieve ég held að allir draumar geta ræst, hversu stórir eða litlir þeir séu. Með því að dreyma um það sem þig langar til eða gera, hafa mikla trú á sjálfum þér getur allt gerst. 

Mig hefur alltaf langað til þess að hjálpa börnum sem hafa lent í kynferðislegu ofbeldi eftir að ég lenti í því sem barn ákvað ég stuttu seinna eftir að ég var búin að vinna mikið í sjálfri mér að ég ætlaði að nota mína erfiðu reynslu til góðs. Ég byrjaði á að senda Siggu hjá Blátt Áfram email um hvort það væri ekki hægt að gera eitthvað til þess að vekja meiri umhugsun og vakningu í þjóðfélaginu á þessum málstað. Fyrir ykkur sem ekki vita þá er Sigga stofnandi Blátt Áfram ásamt Svövu systur sinni. Ég hafði aldrei hitt hana en heyrt af samtökunum. Sigga tók strax vel í allar þær hugmyndir sem ég var með og vildi glöð vinna með mér. Þarna var upphafið komið sem átti eftir að vera mun stærra. Við hittumst stuttu seinna til að ræða hugmyndirnar okkar og hvað væri best að gera. Það komu margar góðar hugmyndir og ákváðum við á endanum að gera lykklakippu með ljósi og var yfirskriftin vertu upplýstur.
Ég man að ég sendi Siggu email fyrst í október og ljósin voru seld í apríl sem er alheimsforvarnar- mánuður gegn kynferðisofbeldi á börnum.Allt gekk svo ótrúlega vel og þakkar Sigga mér ennþá í dag fyrir að hafa komið með hugmyndir til þeirra og sett allt í þetta verkefni. Núna er þetta litla verkefni sem mér fannst, orðið árlegur viðburður hjá Blátt Áfram og þeirra helsta fjáröflun. Það hefur einnig orðið mikil vakning í þjóðfélaginu á þessum málum sem er frábært þar sem við þurfum öll að standa saman til þess að minnka líkurnar á að börnin okkar lendi í slíku ofbeldi.

Eins og þið sjáið þá þarf ekki mikið til þess að byrja. Eitt email og þið getið verið mun nær markmiðunum ykkar en þið haldið. Með þessu emaili hef ég náð að hjálpa börnum ekki bara þeim sem hafa lent í sama ofbeldi og ég heldur einnig sem forvörn. Í maí á seinasta ári sagði ég söguna mína í bæði Víkurfréttum og Vikunni. Þegar mér bauðst það að koma fram í þessum viðtölum þá var það aldrei nein spurning í mínum huga þarna sá ég að ég gat hjálpað og breytt neikvæði reynslunni minni í eitthvað jákvætt. Ég hef fengið email og er enn að fá, verið stoppuð útá götu og fengið að heyra hversu mikið greinarnar mínar hafa hjálpað. Bæði sem forvörn og fyrir unga krakka sem eru að byggja sig upp eftir slíka misnotkun eða hafa hreinlega sagt frá ofbeldinu eftir að hafa fengið hugrekki við að lesa greinarnar. Þetta er eitthvað sem ég verð ævinlega þakklát eru þessi bréf sem eru svo góð staðfesting á því að ég var að gera rétt. 




Láttu draumana rætast! 
Hafdís








2 comments:

  1. Þú ert algjört gull elsku Hafdís og haltu áfram að láta þig dreyma því þú getur allt sem þú vilt því þú hefur styrkinn.. Gaman að lesa bloggið þitt gangi ykkur báðum vel í því sem þið eruð að gera.. Bestu kveðjur og risastórt knús ;) Magga og co á Norðurvöllunum...

    ReplyDelete
    Replies
    1. Takk elsku Magga við erum sko ekki hætt að láta okkur dreyma! Allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi.
      Knús og kveðja til ykkar frá Þýskalandi.
      Xx

      Delete