23 January 2012

Hollister


Fékk símtal í dag um að ég hafi fengið vinnu hjá Hollister hérna í Þýskalandi. Get ekki lýst því hvað ég var ánæggð þegar hann hringdi. Þar sem ég tala enga þýsku þá var ég ekkert alltof jákvæð að fá vinnu hérna.
En dauðlangaði að gera eitthvað skemmtilgt.
Svo þegar Helena vinkon var hérna í heimsókn var mikið farið í mollið. Í einni ferðinni ákváðum við að skoða í Hollister hvað væri mikill verðmunur hér og í ameríku. Þegar við erum á leiðinni út kemur strákur á eftir okkur og byrjar að tala þýsku þegar hann sér að við skiljum ekkert segir hann á ensku " do you want to work here" ég segi honum að ég tali ekki þýksu og Helena sé bara í heimsókn hjá mér. Þar sem þýskan skipti ekki máli var ég boðin í viðtal og fékk svo staðfest núna að ég hafi fengið starfið og byrja bráðlega! Mitt litla hjarta er alltof ánægt.
Það verður líka góð áskorun að halda peningunum í buddunni þar sem Hollister er staðsett á milli H&m og Make up búð sem er ein sú flottasta sem ég hef séð sem er með make up á viðráðanlegu verði en samt flottar vörur.
Nú byrjar skólinn á morgun og vonandi það gangi upp með vinnunni. Set inn á morgun hvernig skólinn gekk.







 


 

No comments:

Post a Comment