Okkur var boðið með liðinu í jólahlaðborð í kvöld með aðdáendum liðsins.
Ótrúlega mikið gert fyrir okkur hérna, nýlega var thanks giving og nú jólagleði, svaka stuð og allir fengu jólagjöf sem var kampavín, konfekt og fleirra! Ekki slæmt það.
Svo kemur næsta heimsókn til okkar á mánudaginn, en Helena vinkona ætlar að kikja til okkar og fylgja mér heim. Alltaf skemmtilegra að hafa ferðafékaga. Helena er 5 í röðinni á aðeins 5 mánuðum og höfum við fengið yndislega gesti til okkar í hverjum mánuði!! Heppin við með fjölskyldu og vini. Svo stefnir allt í góða aðsókn eftir áramót, svo okkur á alls ekkert eftir að leiðast!!
Getum samt ekki beðið eftir að koma heim og hitta vini og fjölskylduna :)
Góða helgi.
No comments:
Post a Comment