09 December 2013

SIMANCAS


























Á sunnudaginn átti Hörður frídag en ekki ég. Við áttum samt sem áður virkilega huggulegan dag saman. Við fórum og heimsóttum fallegt lítið þorp hérna rétt fyrir utan borgina okkar. Þorpið heitir Simancas og er ótrúlega fallegt. Þegar við heimsóttum þorpið var sólin að setjast og frekar kalt úti. Það er samt eitthvað svo rómantískt að ganga um í kuldanum með sólina á móti sér og í rólegu umhverfi.

Eldri maðurinn á mynd hér að ofan kom og talaði við okkur Hörð. Hann talaði virkilega hratt og aðeins spænsku svo við náðum einu og einu orði hjá gamla. Hann hefur búið í þorpinu frá því hann var lítill en ferðast um alla evrópu. Honum líður svo vel sem ég skil ósköp vel í fallega þorpinu sínu að hann kemur alltaf aftur. (Ef við vorum að skilja vin okkar rétt).

Á neðstu myndinni má sjá hversu þröngir vegirnir voru. Þessi var þó alveg sérstaklega þröngur og það munaði ekki nemma milli metrum að við kæmumst ekki þarna á milli. Þetta er einn sá þrengsti vegur sem við höfum nokkurn timan séð og með öllu óskiljanlegt að hann sé löglegur!


No comments:

Post a Comment