19 December 2013

Afmæli


Fallegi eiginmaðurinn minn átti afmæli í gær. Hann fór út að borða með liðinu í fyrrakvöld og ég hafði því nægan tíma til að undirbúa smá afmæli. Ég ætlaði alltaf að vekja hann með pökkum, köku og söng en þar sem spánverjar borða svo seint og lengi að þá ákvað ég að gera þetta bara um kvöldið.

Ég blés í 40 blöðrur, bakaði köku og var með afmælishatta. Þegar Hörður kom svo heim var Hjalti bróðir hans, Thelma og Mikael á skype og við sungum fyrir hann afmælis sönginn. Það var frekar skrítið að sitja svo tvö að borða köku með þau á skype og opna gjafirnar. Held að þessi jól verði líka með þeim skrítnari sem við eigum eftir að upplifa.

Daginn efir fórum við út að borða í hádeginu á uppáhaldsstaðinn hans Harðar sem er ofar í götunni okkar, horfðum á nokkra þætti saman og fórum svo aftur aðeins fínna út að borða um kvöldið þar sem Hörður fékk uppáhalds matinn sinn eða spagetti carbonara.

Ótrúlega huggulegur afmælis-sólarhringur og ég held að Hörður hafi bara verið nokkuð sáttur. Ég gaf Herði málverk eftir Ástu Dagmar í gjöf. Hann er búin að tala um verkin hennar ótrúlega lengi og hvað honum langi í eitt. Ég fékk því Ástu til að mála þessa mynd af Herði. Hún Ásta er ekkert nema snillingur og er ég ekkert smá sátt með málverkið og hlakka til að hengja það upp í framtíðarheimilinu okkar.




Ég á aldrei eftir að geta lýst því hvað mér finnst ég vera heppin. Hann Hörður er svo sannarlega minn Rómeo!

1 comment:

  1. Vá ég roðna bara :) Til hamingju með eiginmannin, ég tel hann líka nokkuð heppinn að eiga þig ;)

    ReplyDelete