13 September 2013

Biðin



Það getur verið erfitt að vera atvinnumaður í íþróttum. Körfuboltinn er með þann gallan að það er oft samið seint og stuttir samningar. Sem alls ekki eru vel tryggðir. Þannig það fylgir því talsverð áhætta að hafa þetta að atvinnu. Ég tel hins vegar að kostirnir séu talsvert fleiri en gallarnir geta orðið. Það þýðir samt sem áður ekki að þetta sé auðvelt eða skemmtilegt alltaf öllum stundum. Því oft getur þetta orðið erfitt, einmannalegt og stressandi.

Núna fyrr í sumar sagði Hörður sig lausan frá þýska liðinu MBC og langaði að fá nýja áskorun. Eftir glimrandi gott tímabil í þýsku efstu deildinni þá vorum við viss um og erum enn að það var það rétta í stöðunni. Það er áhætta að fara frá liði. Við tókum sénsinn. Það er komin núna 13 september og við erum ekki enn búin að semja við lið. Hörður er á spáni eins og er að æfa með topp liði í spænsku deildinni. Markmiðið var alltaf að komast til spánar og núna erum við komin skrefi nær. Vonandi fara málin að skýrast og við verðum komin með lið innan tíðar. Það þýðir samt alls ekki að við hefðum átt að vera áfram í þýskalandi og ekki taka þessa áhættu. Við verðum að standa og falla með því hvað sem verður. Maður verður oft að taka eitt skref aftur á bak til að fara tvö áfram.

Biðin er því orðin löng eftir nýjum og rétta samningnum. Það getur tekið á að vita ekkert hvert er haldið. Vita jafnvel ekki hvar ég á eftir að búa í heiminum eftir nokkra daga eða vikur. Þetta er samt sem áður allt mjög spennandi og ég tek Secret á þetta á þá staði sem eru á óskalistanum. 

Hvað sem verður þá er ég viss um að við endum á góðum stað. Þetta er allt fyrirfram ákveðið held ég þetta líf okkar og okkar hlutverk er að gera gott úr því sem við fáum. Svo ég er ákveðin í því að gera gott úr þeirri stöðu sem okkur verður gefin hvar sem það verður í heiminum. Ég er þó nokkuð viss um að það verði ekki á íslandi.  

Ég tel að það sé hægt að gera það sem mann langar og komast það sem mann langar. Með markmiðum og vinnu er allt hægt. Við eigum eftir að komast það sem við ætlum okkur það er ég viss um.

Draumar eru gerðir til þess að rætast.




No comments:

Post a Comment