Hún mamma mín er yndisleg kona. Ég var á spjalli við hana um daginn hvað varðar föt og hvað ég á það til að eiga mikið af þeim. Ég ætla nú samt að reyna að fara kaupa minna magn og þá kanski aðeins vandaðari flíkur, þar sem það er frekar erfitt að vera með 6 ferðatöskur á eftir sér á milli landa 2x á ári!!
Ég fór þá að segja henni frá því að mig langaði að fara safna mér fyrir Chanel eða LV tösku. Mamma nefnir þá að hún hafi átt einmitt svona töskur þegar hún var á mínum aldri. Bæði Chanel, Fendi og eina stóra LV tösku sem hún notaði undir pela og bleyjur þegar við systur vorum litlar! Ég varð virkilega spennt og sá fyrir mér að græða þarna vel á þessu tali mínu við mömmu en NEI, hún mamma gaf þær allar með tölu í Rauða Krossinn!
Ég veit vel að það er margt annað sem skiptir mun meira máli en merkja töskur en mikið hefði það verið gaman að eignast bleyju-töskuna hennar mömmu.
Ég veit vel að það er margt annað sem skiptir mun meira máli en merkja töskur en mikið hefði það verið gaman að eignast bleyju-töskuna hennar mömmu.
No comments:
Post a Comment